fbpx

JÓLIN MEÐ HOUSE DOCTOR // 2019

Jól

Jólin með House Doctor verða falleg í ár miðað við jólastemminguna sem sjá má á þessum myndum. Ég viðurkenni þó að ég er sjaldan að spá í vörunum þegar ég deili jólamyndum frá fyrirtækjum og horfi meira á heildina og hugmyndir að uppsetningu á mínu eigin jólapunti. Jólaskraut er nefnilega eitthvað sem safnast saman yfir langan tíma en ekki í einni innkaupaferð í verslun, erum við ekki sammála með það? Ég hef lagt það í vana minn að versla fallegt skraut á jólatréð fyrir hver jól kannski tvo hluti eða svo, og stundum erlendis. Þá verður það einstakt og tréð þó mögulega of skrautlegt fyrir hörðustu mínimalistana haha. Einnig nýt ég þess að safna vönduðu jólaskrauti yfir lengri tíma. Mæli svo sannarlega með því.

Drekkið því í ykkur jólainnblástur – það þarf ekkert alltaf að kaupa það sem við skoðum ♡

Myndir: House Doctor 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

11.11 // 20% AFSLÁTTUR HJÁ DIMM.IS

Skrifa Innlegg