Í tilefni þess að Trendnet varð eins árs nýlega ákvað ég að skoða yfir vinsælustu færslurnar mínar undanfarna 12 mánuði, hér eru þær, þið klikkið bara á bleika linkinn til að fara inn í færsluna sjálfa:)
1. Ittala límmiði af eða á? Var mest lesna færslan mín, enda voru margir með gífurlega sterkar skoðanir á þessu “mikilvæga máli”.
2. Mín Boston var önnur mest lesna færslan, þar fer ég yfir skemmtilegar búðir og veitingarstaði sem stóðu uppúr í heimsókn minni til borgarinnar í vor.
3. Verslað í Hafnarfirði… ég meina hver vill ekki vita hvar er gaman að versla í fagra firðinum;)
4. Nýtt : Ikea flottu útfærslurnar á Ikea húsgögn frá Superfront eru nokkrum númerum of fallegar og varð 4. mest lesna færslan.
5.@HOME reyndar komust nánast allar færslurnar þar sem ég birti myndir frá heimilinu mínu á topp-listann!
7. Fallegasta heimilið? Myndir af sænsku draumaheimili sem ég væri til í að birta myndir af aftur og aftur.
8. Heima hjá Almari. Heimili Almars vöruhönnuðs og snillingsins á bakvið Jón í lit var mjög vinsæl færsla.
9. Uppáhalds Pinterest síðan mín.
10. Heimapælingar. Ég var í smá ljósahugleiðingum í sumar og íhugaði að skipta Dixoninum út fyrir PH5 (sú pæling er komin á hold). Enn ein eldhúsmyndin, sumum kannski til mikillar gleði en ég mun ekki koma til með að birta fleiri frá þessu eldhúsi a.m.k. Það verður töluvert öðruvísi á nýja staðnum!
Þá hef ég það… til að vera með allar færslurnar mínar vel lesnar þá þarf ég augljóslega að birta oftar myndir héðan heima, skrifa um skemmtilegar verslanir hér heima og erlendis, benda á síður sem ég skoða á netinu, ný og flott hönnun, ásamt því að flest íslenskt efni er mjög vel lesið:)
On it!
Skrifa Innlegg