fbpx

HEIMAPÆLINGAR

ÓskalistinnPersónulegt

Ég er mikið að íhuga að skipta út Koparljósinu fyrir ofan eldhús/borðstofuborðið mitt. Það er eitt sem hefur verið bakvið eyrað á mér í nokkra mánuði eða síðan það kom á markað, það er nýja útgáfan af PH5 ljósinu og þá í hvítu/ljósrauðu.

(þetta er gömul mynd úr eldhúsinu, nokkrar breytingar hafa orðið síðan…)

Ekki það að ég vilji losa mig við Koparljósið, alls ekki, birtan af því hentar hreinlega ekki nógu vel sem ljós yfir matarborði nema með annarri lýsingu. PH5 ljósið er hinsvegar með eina bestu lýsingu sem ég veit um og er í þokkabót einstaklega glæsilegt.

Er þetta ekki bara ágætis hugmynd?:)

NÝTT

Skrifa Innlegg

20 Skilaboð

  1. Tinna

    28. July 2013

    Þetta er góð pæling hjá þér. Ég er með PH50 ljósið yfir stofuborðinu hjá mér og það gefur rosalega góða birtu, svo er það líka svooo fallegt!

  2. Björk

    28. July 2013

    Eg var ad eignast ph5 ljos og thad hangir einmitt fyrir ofan eldhusbordid mitt, dasamlega fallegt, en eg er eitthvad sma radavilt med birtunna, finnst hun ekki eins björt og eg hefdi haldid….meira svona kosy birta.

    • Svart á Hvítu

      28. July 2013

      Já er það? Ertu alveg með rétta peru í því? Mér finnst einmitt svo góð birtan frá því:)

      • Björk

        28. July 2013

        Jaaa, eg held ad thetta se rett pera….Thekkir thu eitthvad til hvada perur fara saman med ljosinu ?

        • Svart á Hvítu

          29. July 2013

          Nei ég hef því miður ekki kynnt mér það, en þau hjá Epal ættu 100% að geta ráðlagt þér með það, því að lýsingin á að vera mjög góð:)

        • Svart á Hvítu

          29. July 2013

          Var aðeins að skoða þetta betur, ef þú keyptir ljósið þitt second hand getur verið að það vanti vissan járnhring í festinguna sem að staðsetur þetta allt á réttum stað.. ef þú skilur hvað ég er að fara. Ein sem ég þekki til lenti allavega í því, það kom ekki nema smá lýsing frá hennar ljósi og þá kom í ljós að það vantaði þetta stykki, láttu endilega kíkja á ljósið:)
          Og vonandi kemst þetta komment til skila til þín! -Svana

  3. Hildur systir

    28. July 2013

    ég tek skal taka hitt ljósið í pössun á meðan:)

    • Kristbjörg Tinna

      29. July 2013

      Hildur.. ég var einmitt að fara að bjóða það sama ;)

  4. Birna

    28. July 2013

    Hvaðan er myndin sem hangir á veggnum þarna…æði! :-)

    • Svart á Hvítu

      28. July 2013

      Hún er frá Scintilla, fékkst í Spark á Klapparstíg fyrir löngu síðan, eru uppseldar núna:/

  5. JÚ, ég myndi skipta! Mér finnst góð lýsing skipta ÖLLU máli og þó að ég þekki ekki Tom Dixon ljósið sjálf þá veit ég hvernig PH ljósin eru og það er pæling á bak við þá hönnun og lýsinguna sem hún gefur frá sér :o)

    • Svart á Hvítu

      29. July 2013

      Haha þú ert frábær!;) En já núna er að fara og tæma baukinn soon… Andrés hristir samt bara hausinn og spyr hvar koparljósið eigi þá að vera… held ég þurfi bara nýja íbúð:)

  6. Rakel

    29. July 2013

    Þar sem að hálft innbúið þitt er heima hjá mér finnst mér náttúrulega liggja beinast við að koparinn komi líka heim til mín, til gömlu vina sinna…

  7. Áslaug

    29. July 2013

    Eg á tau einmitt bædi, er med ph yfir eldhusbordinu og Dixon yfir hægindarstol a gangi, kemur mjög vel út.

    • Svart á Hvítu

      29. July 2013

      Já ég held að það sé einmitt besta lausnin, að hafa koparinn á stað sem krefst ekki mikillar lýsingu, eins og yfir stól:) Þarf bara fyrst stærri íbúð haha.

  8. m

    30. July 2013

    ertu að spá í að selja dixon?:)

    • Svart á Hvítu

      30. July 2013

      Hahaha nei því miður:) Held að PH ljósið sé líka komið á smá hold… kallinum lýst alveg hrikalega á þessa hugmynd mína haha, finnst PH vera “eins og allir á Íslandi eiga”..
      pfff:)