fbpx

IITTALA LÍMMIÐI, AF EÐA Á?

Hönnun

Ég fékk áhugaverða spurningu við færslunni Heima hér að neðan, varðandi það afhverju sumir taki ekki rauða Iittala límmiðana af hlutunum sínum?
“Ég sé að þú ert með límmiðan á iittala krúsinni, ég fékk iittala kertastjaka að gjöf og tók límmiðana strax af því mér fannst þeir bara fallegri þannig, en eftir á var mér sagt að ég ætti að hafa þá á. Afhverju hefur fólk límmiðana á? er algert nono að taka þá af? mér finnst ég nánast eingöngu taka eftir þessu með iittala.” 
Ég hafði í rauninni ekki velt þessu fyrir mér og skildi límmiðann eftir alveg ómeðvitað á þessari krús. Ég hef hinsvegar tekið þá af öllum drykkjarglösum sem ég á, en eftir standa nokkrir kertastjakar ásamt vasa með lítilli rauðri doppu á.

Þetta er að sjálfsögðu algjört smekksatriði, en það sem ég komst að á netinu er að fólk hefur  mjög skiptar skoðanir á þessu, hér eru nokkrir punktar:

-Það er erfiðara að ná iittala límmiðanum af en öðrum, og það er ástæða fyrir því. 

-Þetta er límmiði, það á að taka hann af, annars væri þetta grafið í glerið.

-Fólk sem þekkir góða hönnun veit að þetta er iittala þrátt fyrir engann límmiða. 

-Það er snobb að skilja límmiðann eftir, þú myndir aldrei skilja eftir miðann á merkjaflíkum.

-Barnabörnin þín munu þakka þér fyrir að hafa skilið límmiðann eftir, það er söfnunargildi í honum.

-Þú lækkar verðgildi hlutsins um leið og límmiðinn fer af.

-Það er hefð í Finnlandi að halda límmiðanum á, enda nokkurskonar þjóðarstolt, og því er þetta einnig mjög algengt í Skandinavíu að hafa límmiðann á.

-Það er til mikið af eftirlíkingum og límmiðinn aðskilur ekta frá óekta.

….

Hver er ykkar skoðun á þessu?

MIX

Skrifa Innlegg

40 Skilaboð

  1. Áslaug Þorgeirs.

    29. May 2013

    Ég er sko oft að pæla í þessu, haha! :)

    Ég hef tekið límmiðana af Maribowl skálumum mínum en maður er mun meira að “kjassast” með þær heldur en kertastjakana og vasa t.d….Ég hef sem sagt skilið límmiðan eftir af kertastjökum, vösum og þannig háttar..Annars á ég eeeldgamlan kertastjaka og hann er með logo-ið grafið í..Spurning afhverju þeir hættu því?!

    • Svart á Hvítu

      29. May 2013

      Já, er sammála með glös og skálar.. en kertastjakar hafa verið eftir, samt alveg óvart bara:) Mun að öllum líkindum taka þá alla af soon.

  2. Kristbjörg Tinna

    29. May 2013

    Ég var skömmuð fyrir að taka límmiðann af fyrsta stjakanum sem ég eignaðist þannig að ég hef ekki þorað að taka límmiðana af eftir það haha. Þannig að ég geri bara eins og mér er sagt í þessu máli, hef í rauninni enga skoðum sjálf :)

  3. Rut R.

    29. May 2013

    Ég hef einmitt ekki alveg skilið þetta… hluturinn er alveg jafn fallegur (fallegri að mínu mati) þó það sé enginn æpandi rauður límmiði á honum :)
    Er ekki grafið í botninn á Iittala eins og svo mörgum öðrum hlutum?

  4. Dagný Bjorg

    29. May 2013

    Ég tek límmiðann af mínum glösum, kertastjökum og skálum frá iittala. Finnst hann ferlega ljótur (kannski vegna þess að ég vann í búð sem selur vörurnar þeirra…) En nafnið iittala er grafið í glösin og kertastjakana þannig að ég held að límmiðinn sjálfur skipti ekki máli þegar kemur að því að sjá hvort þetta sé ekta eða ekki. Í minningunni man ég ekki eftir því að hafa skoðað finnsk blogg og séð að þeir halda límmiðanum á.

    • Svart á Hvítu

      29. May 2013

      Eins og ég segji, þá er þetta alveg ómeðvitað á sumum hlutum hér heima:) En ég held það komi að því fljótlega að ég taki þá alla af eða þ.e.a.s. af þeim sem þeir eru enn á.
      En þetta með finnland, þá var ég bara aað vafra á netinu og las þetta þar, á ebay er líka með sér skilmála varðandi iittala vörur og þar stendur alveg hástöfum “DO NOT REMOVE LABEL”… en þá er verið að tala um þetta sem safngripi, ég hafði ekkert hugsað mér að selja mitt:)

  5. Guðrún Mjöll

    29. May 2013

    Ég hef ekki tekið þá af, en tók af einmitt maribowl skálunum.. Er enn að hugsa málið með kúlu-kertastjakann.. haha þetta er frekar fyndið!

  6. Hjördís

    29. May 2013

    Ég tek þá alltaf af, hef samt tekið eftir því td í BoBedre að þeir eru á.. skil þetta ekki alveg, er sammála þessu kommenti.

    -Fólk sem þekkir góða hönnun veit að þetta er iittala þrátt fyrir engann límmiða.

  7. íris

    29. May 2013

    Mér finnst þetta kannski vera svolítð snobb að fólk vilji endilega vera “auglýsa” hvaða vöru þau hafa eytt fullt af pening í og þess vegna tekur það viljandi límmiðann ekki af (svo aðrir sjái að þetta sé hið virta iittala).
    Þeir sem hinsvegar taka miðann af hafa (að öllum líkindum) keypt sér vörununa því þeim finnst hún falleg.

    Svo að þeir sem halda límmiðanum gera það út af stöðugildi (sem hluturinn veitir persónunni/ heimilinu) en þeir sem taka hann af út af fagurleikagildi.

    Bara svona smá pæling ;)

    • Svart á Hvítu

      29. May 2013

      Mjög góð pæling, ég snýst alveg í hringi með þetta:) En ég er alveg sammála sérstaklega að við kaupum þetta útaf fagurleikagildi.. og þá ætti límmiðinn engu máli að skipta.

  8. Sóley

    29. May 2013

    Ég er með límmiðann á kertastjökunum mínum en ekki á skálunum. Er búin að vera að velta því fyrir mér að taka hann af, því mér finnst stjakarnir að sjálfsögðu jafn fallegir án hans. En ég ólst upp við það heima hjá foreldrum mínum að límmiðinn var á og ég er einhvern veginn vanari því.
    En ég get samt ekki verið sammála um að það sé snobb að hafa miðann á, fólk sem þekkir þessa hönnun veit alveg hvort þetta er Iittala eða ekki og fólk sem þekkir ekki hönnunina mun líklega ekkert frekar fatta það þó þessi litli límmiði sé á sínum stað.

  9. Anna María

    29. May 2013

    Mér finnst hálf hallærislegt þegar fólk skilur miðann eftir á. Það er eins og fólk þurfi viðurkenningu fyrir að eiga ákveðna hluti. Sumir þurfa á því að halda, aðrir ekki. En mér finnst að við ættum að hætta að hugsa svona mikið um merkjavörur. Fólk hugsar rosalega mikið um hvernig aðrir sjái sig og kaupa þ.a.l. fallega hluti sem þeir telja að séu öfundsverðir. Merkjavara er fín og flott, en mér finnst leiðinlegt að skoða t.d. hönnunarsíður á netinu og sjá alltaf það sama :)

  10. Hófí

    29. May 2013

    Mér finnst óttalega asnalegt að hafa límmiðana á.
    Ég held að fólk þekki vel gæði þessa vöru og þekki vöruna frá annarri, eftirlíkingu.
    Einnig finnst mér límmiðar oft verða ljótir og finnst ég sjá það hjá vinkonum sem hafa sína á að þeir verða bara asnalegir og gerir það enn furðulegra að halda þeim á.

    Sammála einni hér að ofan sem sagði að ef þetta ætti að vera á þá væri þetta grafið í glasið!

    Burt með límmiða! :)

  11. Helga Eir

    29. May 2013

    Frábært að lesa þetta – hef mikið spáð í þessu sjálf!

    Ég tók límmiðana af mínum fyrstu Ittala rauðvínsglösunum, en sá svo að aðrir tóku þá ekki af. Ég tók þá því ekki af næstu glösum sem ég eignaðist… og hreinlega veit ekki alveg afhverju, fannst eins og ég væri að gera eitthvað “vitlaust” með að taka þá af.

    Ég verð að viðurkenna að mér finnst eiginlega bara fallegt að hafa þá á, td. skálunum og kertastjökunum :)

  12. jón

    29. May 2013

    Ég skil ekki afhverju það sé snobb að hafa límiðan á ef fólk veit ekki að hluturinn sé frá Iittala þá held ég að flestir fatti það ekki útaf þessum litla límiða

  13. Svart á Hvítu

    29. May 2013

    Við skulum samt hafa á hreinu að það eru alls ekki allar iittala vörur merktar undir, t.d. Thule glösin og Savoy vasarnir eru bara með þennan límmiða. En Maribowl skálarnar eru merktar undir “Marimekko” og Aalto kertastjakarniru eru merktir undir “iittala”. Þetta eru bara hlutir sem eru hér nálægt mér núna:)
    En svo er það gamli iittala vasinn sem ég fékk frá ömmu, hann er alveg ómerktur fyrir utan límmiðann, án hans hefði þessi vasi mögulega lent í Góða Hirðinum? Ef við hugsum hvar hlutirnir okkar munu lenda í framtíðinni þá gæti orðið erfitt að vita hvort við séum með í höndunum ikea eða iittala? Ekki að það breyti miklu, en sumir kunna að meta gæðahönnun, sérstaklega vintage.
    -Svana

    • Kjartan

      29. May 2013

      Semsagt þér fannst vasinn frá ömmu þinni ekki fallegur en ákvaðst að halda honum bara því hann var iittala og það er flott merki.

      • Svart á Hvítu

        29. May 2013

        Hahaha nei alls ekki þannig, vasinn er hvort sem er inní skáp en ekki í notkun hér heima. (Hún er á lífi btw) en ætlaði að losa sig við hann, og ég ímyndaði mér að það væri einhverskonar söfnunargildi í honum, (sem er, þegar kemur að gamalli hönnun). Svo já, ég ákvað að halda honum afþví að það er iittala, sem er gæðahönnun, þetta snýst ekkert um “flott merki”.

  14. Daníel

    29. May 2013

    er alveg sammála þér

  15. Hanna

    29. May 2013

    Ég get alls ekki tekið undir það að það sé snobb að hafa límmiðann á. Ég var við það að fara að taka límmiðana af kertastjökunum um leið og ég fékk þá en ákvað síðan að hafa þá á því að þannig hafði ég alltaf séð iittala vörurnar hjá mínum nánustu og fannst þeir ekki vera samir án límmiðans. Það hefur ekkert með það að gera að ég sé að flagga merkinu, hefur bara að gera með minningar og merkingu kertastjakanna hjá mér. Finnst að fólk megi bara hafa þetta eins og þeim finnst fallegast;)

  16. KLT

    29. May 2013

    Ég ætla að koma með einfalt svar: Mér finnst þeir gera hlutina fallegri.
    Ég tók til dæmis aldrei miðann af NotKnot púðanum mínum, því mér fannst púðinn fallegri með miðanum á.

  17. S

    29. May 2013

    Af hverju ætli límmiðarnir séu þá alltaf á, í öllum búðum sem selja vörur undir iittala?
    Það hlýtur að gefa til kynna að þeir “eigi” að vera á – eða ég veit ekki… þetta er náttúrulega algjört smekksatriði hvað fólki finnst fallegt óháð því hvort það flokkist undir snobb eða ekki, þ.e.a.s. að hafa límmiðann á.

    • Rut R.

      29. May 2013

      njaaaa er það? Maður kaupir allskonar vörur útúr búð sem eru með límmiðum, td kosta boda, Eva Solo, Ikea og fl. :D

  18. ESS

    29. May 2013

    Finnst smááá fyndið að fólk sé að segja að þetta sé “snobb” að hafa límmiðana á – ég á nokkrar vörur frá þeim og ég held þeir séu bara á allveg ómeðvitað – hugsaði ekkert útí það einhvernveginn að taka þá af! En samt sem áður skemmtileg pæling – og svosem bara ágætt að sjá hvað fólki finnst þetta misjafnt og þannig :)

  19. Steina

    30. May 2013

    Mér finnst subbulegt að taka ekki miðana af.

  20. Fatou

    30. May 2013

    Ég var einmitt að rífa límmiðana af öllu Ittala dótinu mínu. Fékk allt í einu aulahroll yfir því að hafa þá. En þetta er hreint og klárt smekksatriði og mér finnst skrýtið að fólk hafi skoðun á því yfir höfuð hvort aðrir hafa þá á eða ekki

    • Svart á Hvítu

      30. May 2013

      Haha já og sumir meirasegja mjög sterkar skoðanir:) Lýst vel á þig að hafa bara tekið þá alla af.

  21. Ástríður

    30. May 2013

    Hef aldrei hugsað út í þetta, haha. Thule glösin mín fara í uppþvottavélina og þá auðvitað detta límmiðarnir af, vasinn minn og nokkrir kertastjakar eru hins vegar ennþá með límmiðanum á en ég hugsa að eftir þessa færslu þá taki ég þá af. Mér finnst hins vegar mjög hallærislegt þegar fólk talar um snobb í þessu samhengi, mér finnst það ekki hafa neitt með hlutinn að gera.

    B.kv.
    Ástríður

  22. A

    30. May 2013

    Ánægð með þessa líflegu umræðu, sjálf held ég að ég haldi bara áfram að taka límmiðann af því mér finnst hlutirnir einfaldlega njóta sín betur án hans, og er viss um að hönnuðirnir höfðu ekki límmiðann í huga þegar þeir hönnuðu gripinn! Auk þess sem ég er ekki sérstaklega mikið fyrir vörumerki í mínu daglega umhverfi og er ekki með ebay-viðskipti í huga.

    Ég held að það að hafa límmiðann á sé eitthvað sem við erfðum mögulega frá ömmum okkar eða öðrum og gerum eins bara án þess að hugsa sérstaklega út í það.

  23. A

    30. May 2013

    í þessu tilfelli sem og öðrum er líka um að gera að ögra hugsanagangi sem er ómeðvitaður og hefur einfaldlega síast inn úr umhverfinu…okkur þarf ekki að líða eins og við EIGUM að hafa límmiðann á bara af því að það er þannig í búðinni.

  24. Steini

    30. May 2013

    Snobb að taka hann ef, NEI.. Ef ég fer og kaupi mér t.d. Hugo boss bol eða jakka þá ríf ég ekki miðan af, ekki ríf ég BMW merkið af bílnum mínum heldur

  25. Helga

    30. May 2013

    Á krakkar!!!! Miðinn á að vera á!! :)

  26. Áslaug Þorgeirs.

    30. May 2013

    Það er greinilega mjög misjafnt hvað fólki finnst en ég er alls ekki sammála að það sé SNOBB að hafa hann á – Ég hef allavega aldrei skilið miðann á til þess að allir aðrir taki nú örugglega eftir því að ég eigi iittala…Þó svo að þetta séu fallegar og klassískar hönnunarvörur þá líður mér ekki eins og að ég sé á toppi lífsins því ég á nokkra stjaka, skálar og vasa..

    Ég held ég geymi límmiðan á stjökunum og vösunum..Ég er nokkuð viss um að ég myndi sakna þeirra og finnast hlutirnir alsberir án þeirra :)

  27. Daníel

    31. May 2013

    Takk fyrir þetta Erla :)

    • Erla Vinsý.

      31. May 2013

      Minnsta málið :)

  28. Kristín

    3. June 2013

    Já ég hef límmiðana á mínum Alvar Aalto vösum, kertastjökum og Marimekko skálum en á nýjum glösum þá ætla ég bara að taka þá af þegar þeir eru orðnir ljótir. Mamma mín á nokkra Iittala hluti og hefur alltaf haft miðann á, þannig ég er vön því og finnst límmiðinn látlaus og fallegur! en svo lengi sem hann er í góðu standi, finnst svo ljótt þegar hann er orðinn upplitaður og subbulegur, þá er í góðu lagi að taka hann af. Annars er ég sammála að þetta er bara persónubundið, en ekki sammála með snobbmálið, er ennþá með miða á kertastjökum og skálum frá Ikea, hef aldrei hugsað út í það að fjarlægja þá en læt það sama ganga með þá að þeir fá að fjúka ef þeir verða subbulegir og gera hlutinn sjálfann subbulegan. Annars hef ég mikið pælt í þessu með Iittala miðann og spurt vinkonur mínar hvað þær gera en finnst það mjög misjafnt, fer oftast eftir því hver hefðin var heima hjá þeim með Iittala. Hef líka skoðað mikið á Instagram og Pinterest og líka mjög misjafnt að finna þar, er þetta ekki bara persónubundið og það geta allir verið sammála að þau hjá Iittala gera hluti sem eru dásamlega fallegir með eða án rauða límmiðans.

  29. Hrund

    3. June 2013

    Ég á fullt af Iittala vörum. Meðal annars: matarstell, glös, vínglös, bjórglös, skálar, kertastjaka og vasa. Miðarnir hafa fengið að vera á til að byrja með en svo með tímanum þá losna þeir frá og þá tek ég þá. Varðandi glösin þá hafa þeir eðlilega þvegist af við fyrstu not.