fbpx

HEIMA

HugmyndirPersónulegt

Ég keypti mér þessi skemmtilegu tilraunarglös í Söstrene Grene um daginn, fyrst vissi ég ekkert hvað ég ætlaði að gera við þau, en ákvað svo að nota þau undir salt & pipar.

 Stundum þarf bara að gefa hlutum nýja notkun:)

MALMÖ

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    27. May 2013

    Sniðuga Svana !

  2. Halla Ýr

    27. May 2013

    Sniðug! en hvar fékkstu svona marmarastatíf?

    • Svart á Hvítu

      27. May 2013

      Þetta fínerí fékk ég í Góða Hirðinum, þeirri snilldarverslun:)

      • Halla Ýr

        28. May 2013

        ohhh….ég er að elska allt úr marmara þessa dagana :)

  3. Kristbjörg Tinna

    27. May 2013

    Núna verður þú að fara að bjóða mér í heimsókn.. langar að borða köku af fína Kastehelmi ;)

  4. A

    28. May 2013

    glæsilegt!
    eitt sem mér þætti mjög forvitnilegt að lesa um hjá þér (á þessu frábæra bloggi) eru límmiðar á hlutum – ég sé að þú ert með límmiðan á iittala krúsinni. ég fékk iittala kertastjaka að gjöf og tók límmiðana strax af því mér fannst þeir bara fallegri þannig, en eftir á var mér sagt að ég ætti að hafa þá á.
    af hverju er hefur fólk límmiðana á? er algert nono að taka þá af? mér finnst ég nánast eingöngu taka eftir þessu með iittala (það er auðvitað mikið í tísku) en man þó að amma vildi endilega hafa límmiðana á kristalsvösunum sem hún keypti í tékklandi, nema í því tilfelli var það náttúrulega ekki alveg jafn-kúl. ;)

    • Svart á Hvítu

      28. May 2013

      Ótrúlega áhugaverð spurning… Ég á reyndar iittala thule glös og þar hef ég tekið miðana af, mér þótti þau fallegri þannig.
      En með þessa krús þá bara hef ég ekki pælt í því af viti fyrr en núna, finnst þetta reyndar mjög fallegt logo og skemmtilegt detail á vörunni, svo líklegast fær það að halda sér. Þegar það er talað um söfnunargildi vörunnar þá klárlega er betra að vera með límmiðann, það er alls ekki jafn auðvelt að ná límmiðanum af eins og flestum öðrum hlutum og það er líklegast ástæða fyrir því.
      Ég persónulega tel litlar líkur á því að ég komi til með að selja hlutina mína og þá las ég einhversstaðar að barnabörnin mín munu í framtíðinni þakka mér fyrir það!:) Ég á einn mjög gamlann vasa frá ömmu sem er með iittala límmiðanum á, alveg óþekkt týpa og litur, og hefði ekki verið fyrir límmiðann þá jafnvel hefði ég horft framhjá honum? Snobb? Nei, ég tengi þetta heldur ekki við það, frekar það að kunna að meta gamla, klassíska og “ekta” hönnun, nóg er til af ódýru drasli. Það eru einnig ekki allar iittala vörur með límmiðanum á, sumstaðar er hægt að kaupa B-klassa vörur og þá er gott fyrir kaupandann að vita að A-klassa vörur fá aðeins límmiðann á, sem nokkurskonar gæðavottun.
      Í Finnlandi er þetta nokkurskonar hefð, að halda límmiðanum á, enda nokkurskonar þjóðarstolt, og grafíkin virkilega falleg og eldist vel og því engin ástæða til að kroppa límmiðann af við fyrsta tækifæri.
      Hinsvegar líta ameríkanar á þetta sem merkjasnobb, enda tengja þeir ekki við handverkið og hefðina. Þetta er því að vissu leyti smekksatriði, en í Skandinavíu tíðkast þetta mjög:)

      En svo er alltaf fólk sem skilur þetta ekki og segjir að þeir sem þekki iittala viti að þetta sé iittala hvort sem það sé límmiði eða ekki, það á kannski við með Savoy vasana og Thule glösin, en vöruúrvalið þeirra er svo gífurlegt og mjög mikið um eftirlíkingar, Marimekko skálarnar voru t.d. seldar í Europris á tímabili og voru keyptar eins og heitar lummur hér heima. Svo þetta er líka ein leið til að aðskilja sig frá því, og sýna fram á “fágaðann” smekk?

      -Svana:)

      • A

        29. May 2013

        skil hvað þú ert að fara, takk fyrir ítarlegt svar! :)