fbpx

SVEFNHERBERGIÐ MITT

Svefnherbergi

Núna þarf ég aldeilis að lesa aftur færsluna frá mér sem hét “að búa um rúmið eins og á hóteli” því í dag eignaðist ég loksins rúmteppi og þá þarf að byrja að búa um alla morgna. Mig var búið að langa í þetta rúmteppi í dálítinn tíma og kíkti við í dag í Snúrunni og fékk það í heimlán til að máta og ætla aldeilis ekki að skila því. -Tæknilega er ég þó ennþá eftir að borga það þó svo að ég líti á það sem mitt nú þegar. Mér heyrist á Andrési að hann efist um að ég muni búa um alla daga en mér var bent á að það tæki um mánuð að koma þessu í vana svo núna hefst áskorunin að búa um rúmið alla morgna:)

13453277_10153693659292636_434108913_o

 Eins og sjá má þá sefur sonurinn ennþá inni hjá okkur en ég stefni á að hann sofi í sínu herbergi fyrir fermingu.

13410712_10153693659562636_313515921_o

Instagram @svana_

Ég á vandræðalega mikið magn af skrautpúðum og þessa tvo öftustu dró ég undan rúminu haha, Scintilla púðinn í miðjunni er sá nýjasti í safnið og er í algjöru uppáhaldi, bleiku eru Ikea og pallíettu púðarnir eru frá H&M home. Teppið er frá Mette Ditmer frá Snúrunni. Enn og aftur tek ég fram að ekkert af þessu er gjöf:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

9. JÚNÍ ♡

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Halldóra

    13. June 2016

    Mjög fallegt

  2. Halldóra

    13. June 2016

    Æ það kemur ekki allt sem ég skrifaði.. er að velta fyrir mér hvar þú fékkst kúlurnar á veggnum?

    • Svart á Hvítu

      13. June 2016

      Ekkert mál:) Ég fékk þær fyrir nokkru síðan í Garðheimum, og festi svo bréfaklemmur á og set í myndir.
      Mbk.Svana

  3. Sara Dögg Johansen

    13. June 2016

    va enn fallegt rúmteppi !! :D

  4. Elísabet Gunnars

    14. June 2016

    Fallegt :)

  5. Inga

    16. June 2016

    Mætti èg forvitnast hvað teppið er stórt og svo rúmið?
    Annars very bjútiful…