FALLEGT ÚR ÝMSUM ÁTTUM

Skemmtilegustu heimilin sem ég heimsæki eiga það öll sameiginlegt að þar má finna hluti úr öllum áttum og sitthvað sem vekur forvitni mína. Það er sagt að það taki aðeins nokkrar vikur að koma sér fyrir á nýju heimili en það tekur þó nokkur ár þar til heimilið er orðið tilbúið ef svo má segja. Mitt heimili er svo sannarlega ennþá í vinnslu og eins og svo oft áður þá get ég legið yfir svona óskalistum og leyft huganum að reika. Ég er sérstaklega ánægð með óskalistann að þessu sinni en hér má sjá hluti úr öllum áttum og ekki einn stíll sem ræður ríkjum. Það er líka skemmtilegast að hafa það þannig og það má að sjálfsögðu blanda öllu saman!

Falleg útskorin hauskúpa frá nýju RVK design netversluninni. // Postulínperlur undir heitt, Dúka. // Taika stell frá iittala sem er svo fallegt. // Scintilla púði í flottum litum, scintilla.is. // Handgerð ilmsápa frá íslenska URÐ. Fæst t.d. í Epal og Snúrunni. // Blár og klassískur Aalto vasi sem er tilvalinn undir sumarvöndinn. // Royal Copenhagen draumaskál á fæti, Kúnígúnd. // Dásamleg vatnskanna frá AYTM, Epal. // Skeljalampi eftir meistara Verner Panton – heitir Mother of Pearl.

Ég reyndi mitt besta að hafa ekkert bleikt með – en það gekk ekki betur en þetta ♡

 

 

Svartir veggir og bleik handklæði

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Ahhhh! Ég er enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi og mála mig fram á gangi.. það síðarnefnda skiptir svo sem ekki máli þar sem ég er nánast hætt að mála mig svona on daily basis. En baðherbergið fer að verða tilbúið á næstu dögum, það veltur allt á handlauginni sem við veljum því þá er hægt að stilla hæð innréttingarinnar og spegilsins. Ég hef ekki fundið þá réttu hingað til.. jú, fann reyndar eina handlaug en hún var svo hrikalega dýr að mér fannst það hálf furðulegt. Handlaugin verður ofan á borðplötunni svo við tökum ekki geymslupláss frá innréttingunni. Það er af skornum skammti þar sem baðherbergið er ekki stórt.

Við ákváðum að halda einum vegg (þrír þeirra eru flísalagðir), en hann heilspörtluðum við og máluðum hvítan til að byrja með. Svo féll ég alveg fyrir þessum ótrúlega dökka lit, en ég rakst á hann á Borðinu á Ægissíðunni og fékk númerið á honum í kjölfarið. Hann er nánast svartur en það má sjá gráan keim í honum.. svo er hann með engu gljástigi (að mig minnir) sem gerir hann alveg sjúklega flottan.

Handklæðin frá Scintilla setja alveg punktinn yfir i-ið en þau sá ég fyrir mér frá byrjun.. á þessum ótrúlega fyrirferðalitlu handklæðasnögum sem ég fékk í Tengi. Handklæðin eru úr 100% lífrænum bómul með grafísku mynstri… og bleiki liturinn er æði. Mig langar í fleiri liti frá þeim til að hafa til skiptana. Flestir litirnir færu vel við.

img_0279 img_0285 img_0286

Loftið er núna hvítt en ég hef ákveðið að mála það í sama lit… það verður frekar dimmt yfir baðherberginu en mig langar að hafa það þannig. Lýsingin verður þá bara aðeins meiri :-) Ég held ég fari í það að mála loftið í dag.. það er að segja ef hún heldur áfram að vera svona vær.
karenlind1

VINNUR ÞÚ 240.000 KR. GJAFABRÉF Í FALLEGUSTU VERSLUNUM LANDSINS?

Uppáhalds

*Uppfært*

Þvílík gleði   Í gær, þann 19. desember afhenti ég vinningshafanum 240 þúsund króna gjafabréf í fallegustu verslunum landsins. Hjartað mitt er yfirfullt af gleði og mikið sem vinningurinn rataði á góðan stað. Vigdís Hauksdóttir er sú allra heppnasta og fékk ég kærastann hennar með mér í lið til að koma henni á óvart og sjá má viðbrögðin á facebook síðu Svart á hvítu.
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegar og jákvæðar móttökur í leiknum sem og á Snapchat rás Svartahvitu  Ég vildi óska þess að ég hefði getað glatt ykkur öll – en það kemur kannski síðar.
Einnig vil ég þakka mínum kæru samstarfsaðilum fyrir að gera þennan frábæra leik að veruleika – þið eruð best 

**

Þá er komið að stærsta gjafaleik í sögu Svart á hvítu bloggsins sem fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu. Ég er full þakklætis fyrir ykkur, þennan risavaxna og trygga lesendahóp sem bloggið mitt hefur eignast á undanförnum 7 árum og ég er jafnframt þakklát fyrir samstarfsaðila mína sem gera mér kleift að sinna því sem ég hef ástríðu fyrir, að blogga. Til að sýna ykkur þakklæti efni ég til eins glæsilegasta gjafaleiks sem haldinn hefur verið.

Uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu er án efa desember og það virðist vera orðinn órjúfanlegur partur af aðventunni að halda jólagjafaleik og mikið sem ég er hrifin af þeirri jólahefð, það er jú sælla að gefa en að þiggja og það erum við líklega flest sammála um. Í þetta skiptið á einn heppinn lesandi von á því að næla sér í 240.000 kr. gjafabréf í mínum uppáhalds verslunum sem eiga það sameiginlegt að vera fallegustu verslanir landsins. Í þeim má finna það allra besta þegar kemur að hönnun fyrir heimilið og er þetta gjafabréf draumur fyrir alla fagurkera.

Verslanirnar sem um ræðir eru Aurum, Epal, Kokka, Kúnígúnd, Línan, Lumex, Módern, Myconceptstore, Norr11, Rökkurrós, Scintilla og Snúran sem gefa samtals 240.000 kr. gjafabréf.

Ég tók saman brot af mínum uppáhaldsvörum frá verslununum til að þið getið byrjað að leyfa ykkur að dreyma um 240.000 kr. gjafabréfið. Á næstu dögum mun ég einnig heimsækja verslanirnar og sýna á Snapchat @svartahvitu jólagjafahugmyndir ásamt því hvað hægt er að fá fyrir gjafabréfið glæsilega.

// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur.

 

aurum

Aurum er ein af skemmtilegri verslunum landsins með fjölbreytt úrval af hönnun frá öllum heimshornum og vekur verslunin gjarnan athygli fyrir fallegar gluggaútstillingar og bíð ég alltaf spennt eftir jólaglugganum. Verslunin í Bankastræti er tvískipt: Aurum skart og Aurum Hönnun & Lífsstíll og er því hér að finna eitthvað fyrir alla, stóra sem smáa og unga sem aldna.

// Aurum er á Facebook, Instagram og einnig á Pinterest

epal1

Í Epal búa nokkrir af frægustu hönnuðum heims og sérhæfir verslunin sig í úrvali af gæðahönnun frá Norðurlöndum og víðar. Hér má einnig finna brot af því besta af íslenskri hönnun. Epal má finna í dag á fjórum stöðum, í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni og í Hörpu.

// Epal er á Instagram, Facebook og á Snapchat @epaldesign
kokka1

Kokka á Laugavegi er ein besta verslun miðborgarinnar og er hreint ótrúlegt hve mikið vöruúrval kemst fyrir á fáum fermetrum. Kokka sérhæfir sig í öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og leggja þau áherslu á vel hannaðar og vandaðar vörur. Kokka er einn af mínum uppáhalds og tryggustu samstarfsaðilum og fagnaði verslunin í ár 15 ára afmæli sínu.

// Kokka er á Facebook, Instagram og á Snapchat @kokkarvk

kunigund

Kúnígúnd er sérverslun á Laugavegi, Kringlunni og á Akureyri sem býður upp á vandaða gjafavöru og ber þar hæst vörur frá dönsku hönnunarfyrirtækjunum Georg Jensen, Royal Copenhagen, Holmegaard og Bing & Gröndal. Kúnígúnd er ein af eldri og glæsilegri verslunum landsins og þarf vart að kynna hana fyrir ykkur né ömmu ykkar.

// Kúnígúnd er á Facebook, Instagram og á Snapchat @kunigund.island

 

linan1

Línan var stofnuð árið 1976 ótrúlegt en satt, en það eru ekki nema nokkur ár frá því að ég uppgötvaði þennan demant í Kópavoginum og kolféll fyrir versluninni enda úrvalið sérstaklega skemmtilegt. Hér má finna úrval af gjafavöru og húsgögnum og má nefna þekktu merkin House Doctor og Voluspa sem eru meðal vörumerkja.

// Línan er á Facebook, Instagram og sjá einnig á Pinterest

lumex

Í Lumex býr einn ástsælasti hönnuður allra tíma, Tom Dixon sjálfur sem tekist hefur að heilla upp úr skónum flesta hönnunaraðdáendur um heim allan. Lumex sérhæfir sig í lýsingu fyrir fyrirtæki og heimili en er einnig með fallega smávörudeild sem er heimsóknarinnar virði.

// Lumex er á Facebook og einnig á Pinterest

modern

Húsgagna- og lífstílsverslunin Módern fagnaði nýlega 10 ára afmæli sínu og hélt upp á þann áfanga með því að flytja sig yfir í stórt og glæsilegt húsnæði í Faxafeni. Í Módern má finna tímalausa hönnun eða framúrstefnulega hönnun eins og hún gerist best hverju sinni með áherslu á gæði og má hér finna vörumerki á borð við sígilda ítalska Minotti og vinsæla Kähler.

// Módern er á Facebook

myconseptstore

Myconceptstore er falleg verslun á Laugaveginum sem lætur mér alltaf líða eins og ég sé að rölta um stræti Parísarborgar. Hér er lögð jafn mikil áhersla á fallegt umhverfi og fallegar vörur og er það viss upplifun að heimsækja verslunina. Hér fást sérvaldar vörur fyrir heimilið, dásamlegar úlpur, skart, bækur og margt fleira.

// Myconceptstore er á Facebook 

norr11

Danska hönnunar- og húsgagnafyrirtækið Norr11 er með glæsilegan sýningarsal og notalega verslun á Hverfisgötu beint á móti Þjóðleikhúsinu. Norr11 er ungt merki sem einsetur sér að búa til falleg húsgögn sem standast tímans tönn. Í Norr11 má einnig finna vinsæl merki á borð við Frederik Bagger og Playtype.

//Norr11 er á Instagram og á Facebook

rokkurros

Rökkurrós er einn af földu demöntum Reykjavíkur og er þessi fallega verslun staðsett í verslunarkjarnanum Grímsbæ. Rökkurrós er lífstílsverslun sem selur fatnað, fylgihluti og hönnunar- og gjafavöru. Vintage, bohemian og nútímalegar hönnunarvörur eru samblandan sem Rökkurrós hefur upp á að bjóða og má þar m.a. finna vinsæla merkið Love Warriors.

// Rökkurrós er á Instagram og á Facebook

scintilla

Scintilla hefur verið fastagestur á Svart á hvítu blogginu undanfarin ár og verið lengi eitt af mínum uppáhaldsmerkjum. Scintilla er íslenskt hönnunarhús sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á textíl og gjafavöru fyrir heimili, hótel og fyrirtæki.

// Scintilla er á Instagram og á Facebook

snuran

Snúran er ein af glæsilegri verslunum landsins og jafnframt rekin af vinkonu minni Rakel Hlín sem ég kynntist í gegnum bloggið. Snúran er verslun í Síðumúla 21 sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið. Ath. Snúran ólíkt hinum verslununum gefur 20.000 kr. gjafabréf fyrir Bitz leirstelli sem ég hef áður dásamað og dreymir sjálfri um að eignast.

// Snúran er á Facebook, Instagram og á Snapchat @snuran.is

 

Þá eru það mikilvægu atriðin:

Til að skrá sig í pottinn þarf að,

1. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með fullu nafni (það þarf að skrolla mjög langt niður).

2. Fylgja Svart á hvítu á facebook.

3. Líka við og deila þessari færslu (stilla færsluna á public til að ég sjái að þú hafir deilt).

Á næstu dögum mun ég kíkja í heimsókn í verslanirnar og sýna góðar jólagjafahugmyndir  á Snapchat ásamt því að hver veit nema þar verði hægt að næla sér í aukavinninga – ég mæli því með að fylgjast vel með.

svartahvitu-snapp2

Ég dreg út einn heppinn vinningshafa mánudaginn 19. desember.

Ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska ykkur gleðilegra jóla.

x Svana

SVEFNHERBERGIÐ MITT

Svefnherbergi

Núna þarf ég aldeilis að lesa aftur færsluna frá mér sem hét “að búa um rúmið eins og á hóteli” því í dag eignaðist ég loksins rúmteppi og þá þarf að byrja að búa um alla morgna. Mig var búið að langa í þetta rúmteppi í dálítinn tíma og kíkti við í dag í Snúrunni og fékk það í heimlán til að máta og ætla aldeilis ekki að skila því. -Tæknilega er ég þó ennþá eftir að borga það þó svo að ég líti á það sem mitt nú þegar. Mér heyrist á Andrési að hann efist um að ég muni búa um alla daga en mér var bent á að það tæki um mánuð að koma þessu í vana svo núna hefst áskorunin að búa um rúmið alla morgna:)

13453277_10153693659292636_434108913_o

 Eins og sjá má þá sefur sonurinn ennþá inni hjá okkur en ég stefni á að hann sofi í sínu herbergi fyrir fermingu.

13410712_10153693659562636_313515921_o

Instagram @svana_

Ég á vandræðalega mikið magn af skrautpúðum og þessa tvo öftustu dró ég undan rúminu haha, Scintilla púðinn í miðjunni er sá nýjasti í safnið og er í algjöru uppáhaldi, bleiku eru Ikea og pallíettu púðarnir eru frá H&M home. Teppið er frá Mette Ditmer frá Snúrunni. Enn og aftur tek ég fram að ekkert af þessu er gjöf:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

BLÓM GERA ALLT BETRA

HeimiliPersónulegtStofa

Ég keypti mér svo fallegan blómvönd í gær að það var ekki annað hægt en að taka myndir hér heima í dag enda færa blóm svo mikið líf inn á heimilið, blómvöndinn fann ég nú bara í minni venjulegu búðarferð við hliðina á grænmetisrekkanum á ofsa góðum prís svo ég gat ekki annað en kippt honum með. Ég er ekki frá því að blómvöndurinn hafi haft aldeilis góð áhrif því ég var farin að taka til í skúffum og í öllum krókum og kimum í lok dagsins, ég þarf greinilega oftar að kaupa mér blómvönd:) Myndirnar birti ég á Instagram síðunni minn @svana_ sem ykkur er velkomið að fylgjast með.
12948431_10154732759968332_347187811_o 12986523_10154732759478332_536133789_o

Plakat: Scintilla, Blómavasi: Finnsdóttir, Púðar: Hay og Further North.

Það sem að ég er skotin í þessum fallegu blómum ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

DRAUMASPEGILLINN

Íslensk hönnunPersónulegt
Screen Shot 2016-02-03 at 22.40.57
 Mynd frá instagram: @svana_

Í dag rættist einn gamall draumur þegar ég eignaðist spegil sem mig hefur dreymt um að eiga í nokkur ár. Eins og ég hef komið inn á áður þá vann ég með náminu mínu í hönnunargalleríinu Spark design space sem staðsett er við Klapparstíg í miðbæ Reykjavíkur. Ég var með annan fótinn þar í um 4 ár eða nánast frá því að Spark hóf starfsemi sína og þessvegna þykir mér alltaf dálítið vænt um galleríið ásamt henni Siggu sem rekur það. Ég kynntist Scintilla einnig í Spark og hef síðan þá tekið ástfóstri við merkið en það var þriðja sýningin sem haldin var og þá í byrjun ársins 2011 sem var þegar ég eignaðist plakatið mitt fræga. Scintilla sýndi síðan aftur árið 2013 og þá speglalínu, nema það að ég fékk þá á heilann svo fallegir voru þeir. Ég íhugaði fram og tilbaka hvaða stærð ég skyldi fá mér en bleikur átti það að vera nema einhverja hluta vegna keypti ég aldrei spegilinn, enda mögulega of dýr fyrir mig á þeim tíma. Speglarnir komu í nokkrum litum og stærðum en þessi bleiki heillaði mig upp úr skónum og það kom svosem ekkert á óvart. Í dag hinsvegar eignaðist ég loksins þennan spegil sem endaði óvænt uppí höndunum á mér. Það borgar sig greinilega að fá góða hluti á heilann því þá rætast óskirnar stundum. Mikið sem ég hlakka til að hengja þessa dásemd upp þegar ég hef lokið við að laga ogguponsulítið hnjask sem þessi elska hafði orðið fyrir og ástæða þess að hann beið eftir mér allan þennan tíma!

Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða allar sýningar sem haldnar hafa verið í Spark -hér, ég mæli þó með að kíkja við tækifæri á úrvalið sem mun koma þér á óvart. Hönnun í allskyns skemmtilegum útgáfum, speglar, fallegustu sundbolir sem til eru, bækur, plaköt og margt fleira:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

UPPÁHALDS BLEIKIR HLUTIR

Fyrir heimiliðPersónulegtUppáhalds

Ég er eldheit talskona bleika litsins en það er eitthvað við þennan guðdómlega lit sem færir heimilið hreinlega upp á annað plan og gefur því svo mikla gleði. Það að bleikur sé litur ársins 2016 breytir auðvitað engu fyrir mig, ég hef alltaf vitað og viðurkennt að þetta sé geggjaður litur. Núna hefur verið skrifað í dagbókina mína undanfarna daga að mála forstofuna bleika svo það hlýtur að fara að styttast í að það gerist eða svona þegar heilsan á heimilinu skánar. Ég ákvað að taka saman nokkra af mínum uppáhalds bleiku hlutum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og mikið sem þessi mynd er hrikalega djúsí og lífleg sem sannar enn og aftur að það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta smá bleikum í líf sitt!

bleikt2

1. PH5 ljósið mitt er ekki alveg bleikt en þó er innri partur þess bleikur og sést liturinn frá mörgum sjónarhornum og gefur ljósinu mikinn karakter. // 2. Ég eignaðist mitt Scintilla plakat fyrir um 5 árum síðan en þá voru þau aðeins prentuð í 11 eintökum og merkið splunkunýtt. Eftir að hafa fengið óteljandi fyrirspurnir um plakatið var það sett í breyttri útgáfu aftur í framleiðslu og er því núna hægt að versla hjá Scintilla. -Myndin er tekin á gamla heimilinu okkar. // 3. HAY dots púðinn minn er líka uppáhalds, það er þó ekki gott að kúra með hann en fallegur er hann þó. Fyrir áhugasama þá heyrði ég að verið sé að hætta að framleiða Dots púðana og því um að gera að næla sér í einn ef það er annars á planinu. // 4. HAY dots bleikur dúkur var alveg lífsnauðsynlegur fyrir nokkru síðan að mínu mati. Hann lífgar við öll matarboð og er bara alveg hrikalega fallegur, klárlega einn uppáhalds hluturinn minn. // 5. Einn uppáhaldshönnuðurinn minn Hella Jongerius hannaði þennan vasa fyrir Ikea Ps fyrir nokkrum árum síðan og mikið sem ég vona að hann brotni aldrei því hann er ófáanlegur í dag og algjört uppáhald. // 6. Mín allra uppáhalds rúmföt eru þessi hér frá HAY sem er augljóslega líka eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum. Ég hef þvegið þau mjög oft og alltaf haldast þau jafn litrík og mjúk. // Þessi listi er ekki tæmandi og vantar þónokkra bleika hluti sem skreyta heimilið. Framtíðardraumurinn væri að eiga tvo fölbleika Svani en við skulum ræða það betur seinna!

Team bleikur alla leið…. eruð þið ekki sammála?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

LITRÍKT HEIMA HJÁ SIGGU ELEFSEN

HeimiliÍslensk hönnunPlagöt

Heimilið hennar Siggu Elefsen smekkpíu með meiru er algjört augnakonfekt. Ég man svo vel í fyrsta sinn þegar ég kom þangað inn að ég hafði sjaldan séð jafn líflegt heimili en þar er að finna nóg af litum og fallegum hlutum. Algjörlega æðislegt heimili og svo er heimilisfólkið heldur ekki af verri endanum, Siggu kynntist ég upphaflega í gegnum bumbuhóp en svo komumst við að því að það eru bara nokkur hús á milli okkar hér í Hafnarfirðinum, stelpan hennar hún Birta er líka bara nokkrum vikum eldri en Bjartur minn svo við eigum heilmikið sameiginlegt annað en áhuga okkar á hönnun og heimilum. Heimilið hennar er þó töluvert litríkara en mitt og ég mætti alveg taka niður nokkra punkta frá Siggu og koma heimlinu mínu í sumargírinn.

11251281_10152708812440870_8350044165782842459_n

Litir spila stórt hlutverk á þessu heimili sem gerir það svona hrikalega djúsí. Úlfurinn í miðjunni er hannaður af Siggu Möggu sem rekur Litlu Hönnunarbúðina á Strandgötunni í Hfj, ég er alltaf á leiðinni að segja ykkur betur frá þeirri æðislegu búð en ég mæli með að kíkja á hana. Verkið lengst til vinstri er eftir hafnfirðinginn Ingvar Björn og lengst til hægri er Scintilla, ég og Sigga vorum einmitt einar af 11 heppnum sem nældum okkur í bleika verkið á sínum tíma sem nú er ófáanlegt.

11012519_10152715170370870_8933169827445557058_n

Þegar maður er í vafa hvað skuli velja þá er um að gera að prófa fleiri týpur:) Hér má sjá bleika útgáfu af úlfinum, ég er mjög hrifin af hvernig myndunum er raðað en sófinn er frekar stór og veggurinn líka svo hann þolir vel að bera svona margar stórar myndir. Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða plakötin hennar Siggu Möggu á vefsíðu Litlu Hönnunarbúðarinnar hér.  Litlu myndirnar á veggnum eru frá Ilva.

11329652_10152758288425870_1764777847_n

Talandi um líflegt heimili? Þessi veggur er ævintýralega fallegur, en þetta er vegglímmiði sem Sigga fékk í Bauhaus fyrir nokkru síðan og límdi á vegginn í fjórum pörtum. Það er svo æðisleg hugmynd að veggfóðra einn vegg með svona líflegri mynd, eða þá að veggfóðra alla veggi í litlu rými t.d. á gestabaðherbergi það kæmi ofsalega vel út! Svanurinn er í pössun hjá þeim en eigandinn má teljast heppin ef hún fær hann aftur tilbaka, svona gersemi myndi ég aldrei skila:)

10610648_10152346385415870_9153898233969983418_n

Svo er ein eldri mynd af stofunni sem mér finnst líka vera svo mikið æði, nóg af bleikum og djúsí litum. Stofuborðið hannaði og smíðaði Sigga sjálf og veifurnar í loftinu setja puntkinn yfir i-ið á þessu litríka heimili,  þessi mynd var tekin í kringum skírnarveisluna hjá dótturinni sem útskýrir skreytingarnar:)

Eftir að horfa á þessar myndir langar mig samstundis að hrúga litríkum púðum á sófann og bæta við litríkum myndum á veggina, maður kemst bara í gott skap að skoða svona heimili! Eruð þið ekki sammála?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Gæðamerkið Scintilla

HÖNNUN

Scintilla er eitt vandaðasta merki landsins. Næstkomandi helgi mun Linda Björg Árnadóttir hönnuður og eigandi Scintilla, sýna fyrstu fatalínu merkisins á Reykjavik Fashion Festival, nánar tiltekið þann 14. mars kl. 16.10 í Hörpu. Lítill fugl hvíslaði því að mér að fatalínan sé ansi smekkleg og því líklegt að Scintilla verði áberandi á RFF í ár. Fatalínan er litrík og grafísk í anda Scintilla en það combo er alveg málið. Lögð verður áhersla á lounge wear og eru flíkurnar að mestu jersey- og prjónafatnaður. Eins er lögð mikil áhersla á gæði og gott organic efni. Ég hlakka rosalega til að sjá fatalínuna en verð því miður að fylgjast með í gegnum internetið þar sem ég verð fjarri góðu gamni.

Scintilla er með breitt vöruúrval og sýni ég eitthvað af því hér að neðan (myndirnar voru fengnar af heimasíðu og facebook-síðu Scintilla). Ef ykkur langar til að sjá vörurnar með berum augum mæli ég með heimsókn í Scintilla sem er til húsa að Skipholti 25.

10167983_1080817238613827_9019753670387299955_n 11042666_1077421772286707_8303899345157933574_n 11046923_1081933128502238_4046835157142855112_n

Hér að ofan má sjá sýnishorn af nokkrum flíkum ásamt treflum en restina fáum við að sjá um helgina á RFF.

10295520_849984785030408_2925046876466480949_o10407066_868297753199111_6599647828656279270_n 10321742_853844074644479_5951800733090688981_o sc Screen Shot 2015-03-12 at 5.10.37 PM


Screen Shot 2015-03-12 at 5.11.49 PM

Það má segja að handklæðin séu í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru úr 100% lífrænum bómul með grafísku mynstri. Gæðin leyna sér ekki við viðkomu. Finnst ykkur þau ekki dásamlega falleg? Mig langar mikið til að eignast bleiku eða gulu í nokkrum eintökum. Ég hef alltaf pælt mikið í baðherbergjum enda býr stór hluti fjölskyldu minnar í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir því að vera með falleg handklæði sem og fylgihluti á baðherbergjum. Þið ættuð að sjá baðherbergið hjá ömmu minni, það er draumi líkast. Með Scintilla handklæðunum má því auðveldlega breyta sæmilegu baðherbergi í algjöra dásemd.

kerti sc_kerti scintillakerti

Ilmkertin eru innblásin af einstöku landslagi Vestfjarðanna. Kertin eru lífræn.

64407_667535066608715_677933516_n 333461_471209656241258_191981409_o 601255_595377600491129_1377199150_n 737298_558306947531528_517166577_o 10264183_854430197919200_6174871866049512943_o

Þvílík dýrð sem Fox blanket er. Þess má til gamans geta að Fox blanket er framleitt í Skotlandi á sama stað og ullarvörur Louis Vuitton. Lífstíðareign sem er vert að setja ofarlega á óskalistann!

Sængurver og pakkningar. Pakkningarnar eru eftir Milja Korpela.

10985259_1071569122871972_9066109910883304385_n

11041663_1077448992283985_6309668263672913360_n

 

Í dag var frumsýnd nýja plakatlínan þeirra í Galleria Reykjavik en hér að ofan má sjá tvö þeirra. Eflaust kannast allir við gömlu plakötin? Ég á eitt sem bíður eftir því að fá ramma utan um sig.

scc

Ef þið eruð jafn hrifin af merkinu mæli ég með að fylgja þeim á facebook og líta á heimasíðuna þeirra.

Kærar kveðjur,

karenlind

SCINTILLA Á BLICKFANG

Íslensk hönnun

Ef það vill svo skemmtilega til að þið séuð stödd í Kaupmannahöfn um helgina þá mæli ég með að kíkja á hönnunarsýninguna Blickfang. Íslenska hönnunarfyrirtækið Scintilla er einmitt að sýna vörurnar sínar þar um helgina en fyrir áhugasama þá eru þau staðsett á bás 1.23.

10702088_963046780390874_683331676543467194_nScintilla-púðar-400x266scintilla-aug2012-IMG_211

Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur dálæti mitt á þessum vörum, svo ég vona svo sannarlega að þau nái að heilla gesti sýningarinnar svo fleiri fái að njóta:)

Blickfang sýningin fer fram í Øksnehallen á Vesterbro þann 15. og 16.nóvember frá kl. 10-18.

:)