fbpx

DRAUMASPEGILLINN

Íslensk hönnunPersónulegt
Screen Shot 2016-02-03 at 22.40.57
 Mynd frá instagram: @svana_

Í dag rættist einn gamall draumur þegar ég eignaðist spegil sem mig hefur dreymt um að eiga í nokkur ár. Eins og ég hef komið inn á áður þá vann ég með náminu mínu í hönnunargalleríinu Spark design space sem staðsett er við Klapparstíg í miðbæ Reykjavíkur. Ég var með annan fótinn þar í um 4 ár eða nánast frá því að Spark hóf starfsemi sína og þessvegna þykir mér alltaf dálítið vænt um galleríið ásamt henni Siggu sem rekur það. Ég kynntist Scintilla einnig í Spark og hef síðan þá tekið ástfóstri við merkið en það var þriðja sýningin sem haldin var og þá í byrjun ársins 2011 sem var þegar ég eignaðist plakatið mitt fræga. Scintilla sýndi síðan aftur árið 2013 og þá speglalínu, nema það að ég fékk þá á heilann svo fallegir voru þeir. Ég íhugaði fram og tilbaka hvaða stærð ég skyldi fá mér en bleikur átti það að vera nema einhverja hluta vegna keypti ég aldrei spegilinn, enda mögulega of dýr fyrir mig á þeim tíma. Speglarnir komu í nokkrum litum og stærðum en þessi bleiki heillaði mig upp úr skónum og það kom svosem ekkert á óvart. Í dag hinsvegar eignaðist ég loksins þennan spegil sem endaði óvænt uppí höndunum á mér. Það borgar sig greinilega að fá góða hluti á heilann því þá rætast óskirnar stundum. Mikið sem ég hlakka til að hengja þessa dásemd upp þegar ég hef lokið við að laga ogguponsulítið hnjask sem þessi elska hafði orðið fyrir og ástæða þess að hann beið eftir mér allan þennan tíma!

Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða allar sýningar sem haldnar hafa verið í Spark -hér, ég mæli þó með að kíkja við tækifæri á úrvalið sem mun koma þér á óvart. Hönnun í allskyns skemmtilegum útgáfum, speglar, fallegustu sundbolir sem til eru, bækur, plaköt og margt fleira:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

UPPÁHALDS BLEIKIR HLUTIR

Skrifa Innlegg