fbpx

UPPÁHALDS BLEIKIR HLUTIR

Fyrir heimiliðPersónulegtUppáhalds

Ég er eldheit talskona bleika litsins en það er eitthvað við þennan guðdómlega lit sem færir heimilið hreinlega upp á annað plan og gefur því svo mikla gleði. Það að bleikur sé litur ársins 2016 breytir auðvitað engu fyrir mig, ég hef alltaf vitað og viðurkennt að þetta sé geggjaður litur. Núna hefur verið skrifað í dagbókina mína undanfarna daga að mála forstofuna bleika svo það hlýtur að fara að styttast í að það gerist eða svona þegar heilsan á heimilinu skánar. Ég ákvað að taka saman nokkra af mínum uppáhalds bleiku hlutum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og mikið sem þessi mynd er hrikalega djúsí og lífleg sem sannar enn og aftur að það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta smá bleikum í líf sitt!

bleikt2

1. PH5 ljósið mitt er ekki alveg bleikt en þó er innri partur þess bleikur og sést liturinn frá mörgum sjónarhornum og gefur ljósinu mikinn karakter. // 2. Ég eignaðist mitt Scintilla plakat fyrir um 5 árum síðan en þá voru þau aðeins prentuð í 11 eintökum og merkið splunkunýtt. Eftir að hafa fengið óteljandi fyrirspurnir um plakatið var það sett í breyttri útgáfu aftur í framleiðslu og er því núna hægt að versla hjá Scintilla. -Myndin er tekin á gamla heimilinu okkar. // 3. HAY dots púðinn minn er líka uppáhalds, það er þó ekki gott að kúra með hann en fallegur er hann þó. Fyrir áhugasama þá heyrði ég að verið sé að hætta að framleiða Dots púðana og því um að gera að næla sér í einn ef það er annars á planinu. // 4. HAY dots bleikur dúkur var alveg lífsnauðsynlegur fyrir nokkru síðan að mínu mati. Hann lífgar við öll matarboð og er bara alveg hrikalega fallegur, klárlega einn uppáhalds hluturinn minn. // 5. Einn uppáhaldshönnuðurinn minn Hella Jongerius hannaði þennan vasa fyrir Ikea Ps fyrir nokkrum árum síðan og mikið sem ég vona að hann brotni aldrei því hann er ófáanlegur í dag og algjört uppáhald. // 6. Mín allra uppáhalds rúmföt eru þessi hér frá HAY sem er augljóslega líka eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum. Ég hef þvegið þau mjög oft og alltaf haldast þau jafn litrík og mjúk. // Þessi listi er ekki tæmandi og vantar þónokkra bleika hluti sem skreyta heimilið. Framtíðardraumurinn væri að eiga tvo fölbleika Svani en við skulum ræða það betur seinna!

Team bleikur alla leið…. eruð þið ekki sammála?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

SUNNUDAGS

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sæunn Pétursdóttir

    1. February 2016

    Minn maður samykkir ögn af bleikum smáhlutum en ég fengi enga stóra. Mikið sem ég samgleðst þér að eiga einn sem er til í þetta. Ég held áfram að reyna :)

    • Svart á Hvítu

      1. February 2016

      Aðal trixið er að koma bara heim með hlutinn án samþykkis og svo átta þeir sig fljótlega á hversu fínt þetta er haha:) Varðandi forstofuna þá var líka planið mitt að mála á meðan hann væri í vinnunni, en ég hef nefnt það nokkrum sinnum við hann og ég held að hann sé búinn að venjast hugmyndinni núna;)

  2. Gunna

    2. February 2016

    Mjög fallegt allt saman :) Léstu ramma plakatið inn?

    • Svart á Hvítu

      2. February 2016

      Ég fór bara nýlega með það í innrömmun, þarna er það í ramma sem passaði ekki, ofan á annarri hvítri mynd:)
      Kemur mikið betur út í dag!