fbpx

LITRÍKT HEIMA HJÁ SIGGU ELEFSEN

HeimiliÍslensk hönnunVeggspjöld

Heimilið hennar Siggu Elefsen smekkpíu með meiru er algjört augnakonfekt. Ég man svo vel í fyrsta sinn þegar ég kom þangað inn að ég hafði sjaldan séð jafn líflegt heimili en þar er að finna nóg af litum og fallegum hlutum. Algjörlega æðislegt heimili og svo er heimilisfólkið heldur ekki af verri endanum, Siggu kynntist ég upphaflega í gegnum bumbuhóp en svo komumst við að því að það eru bara nokkur hús á milli okkar hér í Hafnarfirðinum, stelpan hennar hún Birta er líka bara nokkrum vikum eldri en Bjartur minn svo við eigum heilmikið sameiginlegt annað en áhuga okkar á hönnun og heimilum. Heimilið hennar er þó töluvert litríkara en mitt og ég mætti alveg taka niður nokkra punkta frá Siggu og koma heimlinu mínu í sumargírinn.

11251281_10152708812440870_8350044165782842459_n

Litir spila stórt hlutverk á þessu heimili sem gerir það svona hrikalega djúsí. Úlfurinn í miðjunni er hannaður af Siggu Möggu sem rekur Litlu Hönnunarbúðina á Strandgötunni í Hfj, ég er alltaf á leiðinni að segja ykkur betur frá þeirri æðislegu búð en ég mæli með að kíkja á hana. Verkið lengst til vinstri er eftir hafnfirðinginn Ingvar Björn og lengst til hægri er Scintilla, ég og Sigga vorum einmitt einar af 11 heppnum sem nældum okkur í bleika verkið á sínum tíma sem nú er ófáanlegt.

11012519_10152715170370870_8933169827445557058_n

Þegar maður er í vafa hvað skuli velja þá er um að gera að prófa fleiri týpur:) Hér má sjá bleika útgáfu af úlfinum, ég er mjög hrifin af hvernig myndunum er raðað en sófinn er frekar stór og veggurinn líka svo hann þolir vel að bera svona margar stórar myndir. Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða plakötin hennar Siggu Möggu á vefsíðu Litlu Hönnunarbúðarinnar hér.  Litlu myndirnar á veggnum eru frá Ilva.

11329652_10152758288425870_1764777847_n

Talandi um líflegt heimili? Þessi veggur er ævintýralega fallegur, en þetta er vegglímmiði sem Sigga fékk í Bauhaus fyrir nokkru síðan og límdi á vegginn í fjórum pörtum. Það er svo æðisleg hugmynd að veggfóðra einn vegg með svona líflegri mynd, eða þá að veggfóðra alla veggi í litlu rými t.d. á gestabaðherbergi það kæmi ofsalega vel út! Svanurinn er í pössun hjá þeim en eigandinn má teljast heppin ef hún fær hann aftur tilbaka, svona gersemi myndi ég aldrei skila:)

10610648_10152346385415870_9153898233969983418_n

Svo er ein eldri mynd af stofunni sem mér finnst líka vera svo mikið æði, nóg af bleikum og djúsí litum. Stofuborðið hannaði og smíðaði Sigga sjálf og veifurnar í loftinu setja puntkinn yfir i-ið á þessu litríka heimili,  þessi mynd var tekin í kringum skírnarveisluna hjá dótturinni sem útskýrir skreytingarnar:)

Eftir að horfa á þessar myndir langar mig samstundis að hrúga litríkum púðum á sófann og bæta við litríkum myndum á veggina, maður kemst bara í gott skap að skoða svona heimili! Eruð þið ekki sammála?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

DRAUMA STÚDENTAÍBÚÐIN?

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Anna Soffía

  3. June 2015

  Æðislega flott heimili! Hvaða sófi er þetta? IKEA karlstad?

  • Sigga Elefsen

   3. June 2015

   Já þetta er Karlstad, 3+2+legubekkur svo að hann er U-laga, tekur ca 10 fullorðnar manneskjur :)

 2. Agla H

  3. June 2015

  Dásamlegt heimili

 3. Ágústa Harrys

  3. June 2015

  Sigga er ekki komin tími á annan hitting :)? Elska þetts fallega litríka heimili!

  • Svart á Hvítu

   3. June 2015

   Uhhhh jú það er sko kominn tími á það fyrir löööööngu!

 4. Anita Elefsen

  3. June 2015

  Alltaf svo fallegt og fínt!

 5. Hrefna Björg Tryggvadóttir

  4. June 2015

  Fallegt! :)

 6. Andrea

  4. June 2015

  Love it ….. Litríkt & fallegt alveg eins og dásamlega fólkið sem á heima þarna <3