fbpx

FALLEGT ÚR ÝMSUM ÁTTUM

Skemmtilegustu heimilin sem ég heimsæki eiga það öll sameiginlegt að þar má finna hluti úr öllum áttum og sitthvað sem vekur forvitni mína. Það er sagt að það taki aðeins nokkrar vikur að koma sér fyrir á nýju heimili en það tekur þó nokkur ár þar til heimilið er orðið tilbúið ef svo má segja. Mitt heimili er svo sannarlega ennþá í vinnslu og eins og svo oft áður þá get ég legið yfir svona óskalistum og leyft huganum að reika. Ég er sérstaklega ánægð með óskalistann að þessu sinni en hér má sjá hluti úr öllum áttum og ekki einn stíll sem ræður ríkjum. Það er líka skemmtilegast að hafa það þannig og það má að sjálfsögðu blanda öllu saman!

Falleg útskorin hauskúpa frá nýju RVK design netversluninni. // Postulínperlur undir heitt, Dúka. // Taika stell frá iittala sem er svo fallegt. // Scintilla púði í flottum litum, scintilla.is. // Handgerð ilmsápa frá íslenska URÐ. Fæst t.d. í Epal og Snúrunni. // Blár og klassískur Aalto vasi sem er tilvalinn undir sumarvöndinn. // Royal Copenhagen draumaskál á fæti, Kúnígúnd. // Dásamleg vatnskanna frá AYTM, Epal. // Skeljalampi eftir meistara Verner Panton – heitir Mother of Pearl.

Ég reyndi mitt besta að hafa ekkert bleikt með – en það gekk ekki betur en þetta ♡

 

 

HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS

Skrifa Innlegg