fbpx

9. JÚNÍ ♡

Persónulegt

Í gær fagnaði ég þrítugsafmælinu mínu og átti alveg hrikalega góðan dag með fjölskyldunni og vinum. Dagurinn byrjaði á ansi ljúfum nótum en við Andrés trúlofuðum okkar eldsnemma um morguninn en ég fékk hring og blóm ásamt morgunverði í rúmið sem kom mér algjörlega á óvart. Við erum búin að vera saman í 13 ár svo mér verður líklega aldrei skilað uppúr þessu:) Ég var búin að ákveða að taka mér frí frá vinnu og byrjaði daginn á smá dekri og hitti svo mína bestu í lunch. Ég var líka með Trendnet snappið í gær svo einhver ykkar sáu mögulega brot af deginum:)

13413039_10154901610753332_2788745376694556052_n

Ég get ekki hætt að horfa ♡

13389350_10208910315656663_2810205_o

Við Rakel ákváðum að tríta okkur í hádeginu og fara út að borða, Sæta svínið varð fyrir valinu því okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég er nú almennt ekki oft að tala um mat hér á blogginu, en þeir sem eiga skilið hrós skulu fá hrós. Ég er alveg agalega skotin í matnum þarna og enn skotnari í þjóninum okkar sem var algjör æðibiti og söng fyrir mig afmælissönginn sem gladdi mig mikið. Ætla að gera heiðarlega tilraun að setja inn video-ið hér að neðan.

13410784_10208910317536710_2093078374_o

Við deildum nokkrum réttum saman og smökkuðum líka eftirréttina sem voru hriiiikalega ljúffengir. Við rúlluðum bókstaflega út og ég gat varla snert við kvöldmat í gærkvöldi en planið var að fara út að borða méð Drésa til að halda upp á daginn haha.

13441809_10154903439443332_1244851814_o

Þessi er algjört æði… skammar mig mögulega að setja myndina á netið. Ólétt og agalega sæt:)

13441939_10154903430953332_870619603_o

Mæli með þessum stað:)

13441852_10154903827813332_1335918890_o.png

Er ekki alveg nauðsynlegt að tríta sig aðeins á afmælisdeginum? Ég var búin að vera svo bilað skotin í fjaðrakúst í Farmers Market sem er þó frekar ópraktísk kaup og ákvað að leyfa mér hann í gær.

13405477_10154903432248332_638264112_o.png

Og þessi lopapeysa fékk líka að fylgja með í pakkanum, núna er bara að plana útileguna:) P.s. bara til að það fari ekki á milli mála þá greiddi ég fyrir vörurnar. Ég er þó búin að slá met í myndbirtingum af sjálfri mér í þessari færslu, hefur aldrei gerst áður og mun líða langur tími þar til næst haha. Í gær var þó aðeins byrjunin á afmælinu, ég á von á allri fjölskyldunni heim á morgun og í næstu viku ætla ég að skála í nokkra kokteila með vinkonunum. Ég kveð í bili, þessi þrítuga og trúlofaða! Eigið góða helgi x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

IKEA Í SAMSTARF VIÐ HAY & TOM DIXON!

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Hrefna Dan

    10. June 2016

    Afmælisdagurinn hefur greinilega verið MEGA góður og þjónninn slær öll krúttmet… haha! Innilega til hamingju með afmælið og trúlofunina xx

  2. Halla

    10. June 2016

    Hamingjuóskir.

  3. Ragga

    10. June 2016

    Til hamingju með afmælið og trúlofunina ! Þú myndast svo vel – um að gera að vera duglegri að setja inn myndir af þér ;)

  4. Margrét

    11. June 2016

    Til hamingju með afmælið og trúlofunina!!

  5. Agla

    13. June 2016

    Er ennþá með gæsahúð, svo lovely!