fbpx

STÓRGLÆSILEGT ÍSLENSKT HEIMILI TIL SÖLU

Heimili

Hér má sjá eitt af glæsilegri íslenskum heimilum sem sést hefur – og er til sölu fyrir áhugasama. Heimilið sem er um 220fm er staðsett við sjávarsíðuna á Sunnubraut í Kópavogi með einstakt útsýni út á haf.  Innanhússarkitektinn Hanna Stína sá til þess að hér liti allt sem best út og sjá má hennar stíl skýna í gegn – enda smekkleg með meiru sem á eflaust líka við um húsráðendur. Eldhúsið er einstaklega fallegt og hafa upprunalegar palesander hurðar ásamt millivegg fengið að halda sér og setja mikinn sjarma á heimilið. Koparlitaði spegillinn á bakvið eldhúshillurnar er eitthvað sem ég tel einkenna stíl Hönnu Stínu og er ótrúlega flott hugmynd sem ég gæti hugsað mér á mitt framtíðarheimili. Það eru nokkrir hlutir á þessu heimili sem eru á mínum lista yfir uppáhalds hluti en þar má nefna Polder sófa Hellu Jongerius og Fun Mother of pearl ljós Verner Panton sem eru sitthvorum megin við hjónarúmið. En kíkjum á þessi smartheit –

Einstaklega smart ekki satt?

Sjá fleiri upplýsingar á fasteignavef Vísis – fyrir ykkur sem eruð í leit af stórri fasteign með æðislegu útsýni. Teppalögð og bleikmáluð stofan er í uppáhaldi hjá mér, sjáið hvað bleiki liturinn gerir mikið fyrir stemminguna – ekki get ég ímyndað mér að Bessastaðir hefðu fengið að líta svona smart út en hér býr einmitt Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandinn minn.

DAGDRAUMAR UM HINA FULLKOMNU ÍBÚÐ

Skrifa Innlegg