fbpx

DAGDRAUMAR UM HINA FULLKOMNU ÍBÚÐ

HeimiliSvefnherbergi

Dagdraumar um draumaheimilið mitt eru þeir skemmtilegustu að mínu mati – hvernig innréttingar, hvaða liti á veggjum og hvernig gluggatjöld svo fátt eitt sé nefnt. Ég hreinlega get ekki hætt að hugsa um hvernig ég vil hafa mína drauma íbúð þessa dagana – en björt fær hún að vera. Þessi ótrúlega fallega íbúð sem ég ætla að sýna ykkur myndir frá er staðsett í Stokkhólmi og býður upp á innblástur af bestu gerð.

 Myndir via 

Svefnherbergið er í uppáhaldi hjá mér og ég gæti hugsað mér að eiga þónokkra hluti sem sjá má og litapallettan er fullkomin að mínu mati. Allt heildarlúkkið er upp á tíu – hér gæti ég búið!

NÝTT: H&M HOME OPNAR HÚSGAGNA OG LJÓSADEILD

Skrifa Innlegg