fbpx

NÝTT: H&M HOME OPNAR HÚSGAGNA OG LJÓSADEILD

Fyrir heimiliðVerslað

Gleðitíðindi fyrir okkur sem elskum H&M home en hingað til hafa aðeins verið í boði smáhlutir og textíll fyrir heimilið. Húsgögn og ljós er eitthvað sem ég er persónulega mjög spennt fyrir og hlakka til að fylgjast með úrvalinu sem þeir ætla að bjóða upp á. H&M home er þekktast fyrir mjög ódýrar vörur og eigum við eflaust nokkur eftir að geta gert mjög góð kaup!

Í nýju línunni má búast við að finna lítil borð, hillur, skemla, spegla, loftljós, lampa og margt fleira. Nýja línan verður frumsýnd á vefsíðu H&M í lok júlí og verður einnig til sölu í þremur nýjum verslunum sem opna í haust í Stokkhólmi og Malmö.

Hversu spennandi! ♡

Ykkur er velkomið að fylgjast einnig með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

VILTU VINNA TOM DIXON MELT LJÓS?

Skrifa Innlegg