fbpx

SJÚKLEGA FALLEGT & HLÝLEGT HEIMILI

Heimili

Það er varla annað hægt en að falla fyrir þessu heimili enda einstaklega fallegt með sínum skandinavíska sveitasjarma sem klikkar seint. Þarna fer saman á ómótstæðilegan hátt nýtt og gamalt þó svo að það gamla sé í meirihluta. Ég myndi kannski ekki sjálf búa þarna þar sem þetta er ekki beint minn eiginn stíll en það þýðir ekki að mér þykir þetta alveg hreint gullfallegt heimili og er baðherbergið í miklu uppáhaldi, ómæ hvað þessi gamli skápur gerir mikið fyrir lúkkið. Ef að ég ætti hús í sveitinni þá fengi það að líta svona út…

Cosy-and-relaxed-Scandinavian-living-room-with-mix-of-textures-and-natural-materialsStill-life-styling-Lotta-Agaton-photo-Kristofer-Johnssonkitchen-with-big-old-wooden-table-and-raw-wooden-stools

 Látlaust eldhús en afskaplega fallegt.

Mix-of-old-and-new-in-a-Scandinavian-homeView-to-bedroom-earthy-muted-green-wallBedside-stylingworkspace-still-life.-IKEA-Ilse-Crawford-deskCozy-Scandinavian-bedroom-linen-bedding-and-linen-curtains

Þetta svefnherbergi er draumur, rúmið, ljósin, Ton stóllinn og gardínurnar mmwaahh.

bathroom-with-black-textured-floor-tiles-old-vintage-cabinet-big-green-plant

Og eigum við að ræða baðherbergið eitthvað, skápurinn, ljósin, vaskurinn og svo spegilinn – alveg fullkomið.

bathroom-with-black-textured-tiles.-raw-wooden-stool.Simple-entry-with-long-wooden-bench

//stílisti Lotta Agaton og ljósmyndari Kristofer Johnsson fyrir Residence magazine //

Ég er mjög skotin í þessu heimili eins og fram hefur komið, hlutlaus litapallettan gefur heimilinu svo mikla ró og mögulega er það ástæðan að ég tengi það smá við sveitina en þar upplifi ég alltaf sem mesta ró. Það má endalaust rökræða um *of litlaust eða ekki* en það fer ekki á milli mála að hlutlausir litir eru að minnsta kosti mjög heitt innanhússtrend í dag. Ég á hálfpartinn í vandræðum með að finna innlit með litum þessa dagana:)

-Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HUGGULEGT 26 FM HEIMILI Í GÁMI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Rósa

    9. August 2016

    Elska þessar hlutlausu litapalletur í skandinavískum íbúðum en efast um að þær myndu koma jafnvel út í íbúðum hér heima þar sem ekki er jafn hátt til Lofts og þar af leiðandi ekki jafn háir, bjartir gluggar né falleg viðargólf.

  2. Lilja

    19. August 2016

    Mottan í stofunni er æðisleg. Mér finnst eins og ég hafi séð hana einhvers staðar áður en get ómögulega munað hvar.Veist þú nokkuð hvaðan hún er?

    • Svart á Hvítu

      22. August 2016

      Hæhæ, það hefur verið til sölu svipuð hjá Snúrunni.. ég finn því miður ekki mikið á netvafri sem fást hér heima núna. En prófaðu að fletta upp “Beni Ourain rug” þá færðu upp mjög fallegar:)
      -Svana