DRAUMAHÚS FRÁ 1930

Það er eitthvað ótrúlega heillandi við þetta hús sem byggt var um 1930 og skartar ennþá mörgum upprunalegum einkennum. Það er vissulega ekki hægt að komast yfir sambærileg hús hér á landi og stundum vildi ég hreinlega óska þess að ég byggi í Danmörku svo ég gæti eignast gamalt hús sem gaman væri að gera upp, en stíllinn á þessum gömlu klassísku húsum er svo fallegur. Hér er einnig að finna risastórann draumagarð en það er líka innbúið sjálft sem gerir þetta heimili ennþá meira heillandi.

Stofan er sérstaklega falleg og hlýleg, takið eftir hvað kristalljósakrónurnar gera mikið fyrir herbergin.

Ég gæti vel hugsað mér að setja Rand mottuna mína undir borðstofuborðið en það er mögulega með því ópraktískara sem hægt er að gera með barn á heimilinu.

Myndir via Residence 

Þvílíkur draumur að búa í svona sveitasjarma höll ef svo má kalla, ég er sérstaklega hrifin af því hvernig gömlum hlutum er blandað við módernískari hluti. Rand mottan á móti gömlum viðarstólum, ljósasería á móti kristalskrónum og inniplöntur sem gefa heimilinu líf. Einstaklega vel heppnað heimili með sál.

Hvernig finnst ykkur þessi sveitarómans stíll?

SJÚKLEGA FALLEGT & HLÝLEGT HEIMILI

Heimili

Það er varla annað hægt en að falla fyrir þessu heimili enda einstaklega fallegt með sínum skandinavíska sveitasjarma sem klikkar seint. Þarna fer saman á ómótstæðilegan hátt nýtt og gamalt þó svo að það gamla sé í meirihluta. Ég myndi kannski ekki sjálf búa þarna þar sem þetta er ekki beint minn eiginn stíll en það þýðir ekki að mér þykir þetta alveg hreint gullfallegt heimili og er baðherbergið í miklu uppáhaldi, ómæ hvað þessi gamli skápur gerir mikið fyrir lúkkið. Ef að ég ætti hús í sveitinni þá fengi það að líta svona út…

Cosy-and-relaxed-Scandinavian-living-room-with-mix-of-textures-and-natural-materialsStill-life-styling-Lotta-Agaton-photo-Kristofer-Johnssonkitchen-with-big-old-wooden-table-and-raw-wooden-stools

 Látlaust eldhús en afskaplega fallegt.

Mix-of-old-and-new-in-a-Scandinavian-homeView-to-bedroom-earthy-muted-green-wallBedside-stylingworkspace-still-life.-IKEA-Ilse-Crawford-deskCozy-Scandinavian-bedroom-linen-bedding-and-linen-curtains

Þetta svefnherbergi er draumur, rúmið, ljósin, Ton stóllinn og gardínurnar mmwaahh.

bathroom-with-black-textured-floor-tiles-old-vintage-cabinet-big-green-plant

Og eigum við að ræða baðherbergið eitthvað, skápurinn, ljósin, vaskurinn og svo spegilinn – alveg fullkomið.

bathroom-with-black-textured-tiles.-raw-wooden-stool.Simple-entry-with-long-wooden-bench

//stílisti Lotta Agaton og ljósmyndari Kristofer Johnsson fyrir Residence magazine //

Ég er mjög skotin í þessu heimili eins og fram hefur komið, hlutlaus litapallettan gefur heimilinu svo mikla ró og mögulega er það ástæðan að ég tengi það smá við sveitina en þar upplifi ég alltaf sem mesta ró. Það má endalaust rökræða um *of litlaust eða ekki* en það fer ekki á milli mála að hlutlausir litir eru að minnsta kosti mjög heitt innanhússtrend í dag. Ég á hálfpartinn í vandræðum með að finna innlit með litum þessa dagana:)

-Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SÆNSKUR SVEITASJARMI

Heimili

Pella Hedeby er ein af mínum uppáhalds innanhússstílistunum, ég varð því mjög spennt að sjá að myndir af nýja heimilinu hennar voru að detta á netið, –hér má sjá gamla heimilið hennar sem ég skrifaði um síðasta haust. Nýja heimilið veldur að sjálfsögðu engum vonbrigðum, það er smá sveitasjarmi yfir því og dempaðir litir í forgrunni sem er eitt hennar helsta einkenni. Hvíta panil klæðningin gerir heimilið extra hlýlegt og svo auðvitað gærurnar sem búið er að draga fram eftir sumarið. Þetta er alveg tilvalið innlit til að skoða í þessu haustveðri úti… hlýlegt og fallegt.

phhuphh6phhxl phh8 phh9 phhf phhxPHHH1

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421