fbpx

HUGGULEGT 26 FM HEIMILI Í GÁMI

Heimili

Það er alltaf jafn skemmtilegt að skoða litlar og vel skipulagðar íbúðir og þessi hér að neðan er algjör gullmoli og ekki nema 26 fermetrar. Íbúðin var gerð eftir óskum eigandans sem rekur blómaverslun, að notast sem mest við náttúruleg og umhverfisvæn efni svosem kork, við og bast. Toppurinn yfir i-ið eru svo að sjálfsögðu allar plönturnar sem gefa heimilinu bæði lit og líf.

Svart á hvítu - heimili & hönnunyit-smartti-photo-krista-keltanen-styling-laura-seppanen-02 yit-smartti-photo-krista-keltanen-styling-laura-seppanen-03 Svart á hvítu - heimili & hönnun interior-styling-laura-seppanen-yit-krista-keltanen7 Svart á hvítu - heimili & hönnun interior-styling-laura-seppanen-yit-krista-keltanen5 interior-styling-laura-seppanen-yit-krista-keltanen4 interior-styling-laura-seppanen-yit-krista-keltanen2 Svart á hvítu - heimili & hönnun

Íbúðina hannaði innanhússhönnuðurinn Laura Seppanen / Via my Scandinavian home 

Algjör draumaíbúð og þvílíkur innblástur fyrir þá sem búa smátt! Svona þegar skólarnir hefjast eftir nokkra daga og líklega margir að koma sér fyrir í stúdentaíbúðum um þessar mundir þá er þetta innlit líklega vel þegið. Það er jú svo sannarlega hægt að eiga fallegt heimili þó lítið sé.

Það er svo margt þarna inni sem heillar mig að ég gæti aldrei valið bara eitt, gráa parketið, String skrifborðið, bast húsgögnin og öll litlu smáatriðin í hillum og á borðum. Líka gaman að sjá hvað hönnuðurinn var óhrædd að nota með dekkri liti í húsgögnum, innréttingum og litavali á stökum veggjum því flestir hefðu valið allt hvítt til að reyna að láta rýmið líta út fyrir að vera örlítið stærra og bjartara. Æðislegt alveg hreint… hvernig finnst ykkur?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SUNNUDAGS FÍLINGUR & BAKSTUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Bergrún

  4. August 2016

  Váá! ef aðeins það væri ekki rauður plastdúkur og bannað að hengja á veggi í minni 33 fm stúdentaíbúð!

  • Svart á Hvítu

   4. August 2016

   Hahaha æj ég hugsaði reyndar til þeirra íbúða á meðan ég skrifaði þetta… hver í ósköpunum valdi gólfdúkinn á sumar íbúðirnar:)