fbpx

SCINTILLA PLAKATIÐ MITT

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunVeggspjöld

Það er alveg ótrúlegt hversu margar fyrirspurnir ég hef fengið í gegnum árin varðandi bleika plakatið mitt frá Scintilla sem ég fékk í Spark. Alltaf hef ég þó þurft að segja fólki að það sé ekki hægt að eignast slíkt því það var aðeins prentað í takmörkuðu upplagi á sínum tíma. En núna get ég hinsvegar glatt ykkur með þeim fréttum að plakatið er aftur komið í sölu en þó með örlitum breytingum. -Þið sjáið nýju plakötin neðst í færslunni-

Ég fann í fljótu bragði þessar þrjár myndir frá mér þar sem plakatið hefur komið við sögu, en eftir hverja birtingu hef ég alltaf fengið ótal fyrirspurnir varðandi hvaðan það er:)

IMG_20140708_220626-620x620

:Austurgata

2012-09-16-21.00.54-400x600

:Vesturgata

heima-400x510

:Merkurgata

10552413_907261109302775_7141492273673744_n

Hér að ofan má svo sjá nýju plakötin, það verða aðeins prentuð 50 eintök af hverjum lit. Þau eru árituð af Lindu og númeruð og eru í stærð A0 (84×118 cm). Plakötin fást aðeins hjá Scintilla í Skipholti 25 og kosta 12.900 kr.

Vonandi gleðja þessar fréttir einhverja þarna úti:)

KOMMÓÐAN: FYRIR & EFTIR

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. Bríet

  17. July 2014

  YES! Èg þangað :-)

 2. Bryndís María

  18. July 2014

  Æði :) Hvar fékkstu rammann þinn?

  • Svart á Hvítu

   18. July 2014

   í Ikea fyrir dálítið löngu síðan… finnst hann samt ekki passa alveg nógu vel, myndi frekar mæla með góðri innrömmun:)

 3. Kristín Ólafsdóttir

  18. July 2014

  Mætti ég nokkuð spyrja um stærðina á ljósinu þínu? Er með þvílíkan valkvíða milli 25 cm og 45 cm :)

 4. Kristbjörg Tinna

  19. July 2014

  Finnst þetta með bláa vera óendanlega fallegt.

 5. Erla

  1. August 2014

  Má ég spurja um stærðina á plakatinu þínu? Er það A0?

 6. Edda

  27. September 2014

  Það væri rosa gaman að fá að sjá nýja plakatið innrammað :)