fbpx

KOMMÓÐAN: FYRIR & EFTIR

DIYHugmyndirPersónulegt

Munið þið eftir þessari hér? Ég keypti þessa kommóðu á nokkra þúsundkalla í lok aprílmánaðar og hún vakti hreint ekki lukku hjá húsgagnasmiðnum mínum. Honum þótti hún heldur illa farin en ég náði þó að plata hann til að pússa hana fyrir mig í upprunarlegt ástand, fyrst var hún blá, svo rauð, gul, hvít og að lokum kom tekkliturinn í ljós:) Hún er búin að standa hálfkláruð inni í skúr í margar vikur en loksins fóru sumir í sumarfrí og þá var verkið klárað.
IMAG4926-620x826

Eins og þið sjáið þá var hún áður án fóta en ég var strax ákveðin í því að fá mér Prettypegs fætur undir hana með málmhringjum á sem fást á Snúran.is. Mér finnst þær gefa komóðunni smá “klassalúkk” og þær smellpassa við stílinn. -Sparaði líka heilmikla vinnu að þurfa ekki að renna nýjar fætur.

IMAG5366

Ég skal taka betri myndir eftir nokkra daga og sýna ykkur betur, þarna er lakkið líka ekki 100% orðið þurrt. Ég er einnig að setja í skúffurnar ofsalega fallegar marmarafilmur því að botninn í skúffunum er frekar sjúskaður, held það sé eftir að koma mjög vel út:)

Ég er alveg hrikalega ánægð með þetta, tók sinn tíma en falleg varð hún. Hún er það fyrsta sem er tilbúið fyrir barnaherbergið… núna fer þetta að smella:)

KISUKERTIÐ ER KOMIÐ: VILTU VINNA EINTAK?

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Sigrún

    16. July 2014

    Vávává, þvílík gersemi sem leyndist þarna undir allri málningunni! Einsaklega vel heppnað :)

  2. Hildur systir

    16. July 2014

    Æðislegt

  3. Elín Guðrún Ingvarsdóttir

    16. July 2014

    ´Góðan daginn Ég á svona tekk kommóðu sem mamma mín hafði fengið þegar ég fæddist ( Ég held að allir hafi fengi kommóðu við barnsburð ;) ) og ég var svo heppin að í minni kynslóð var það tekk…. mamma gaf mér svo þessa kommóðu fyrir nokkrum árum síðan …….. en henni hafði dottið í hug á einhvern óskiljanlegan hátt að mála hana ljósfjólubláa.. þannig að nú er ég mjög forvitin að vita hvaða “verkfæri” þú notaðir við að ná allri málingunni af kommóðunni. Kveðja Elín

    • Svart á Hvítu

      16. July 2014

      Þær hafa eflaust flestar verið málaðar einhverntíman á lífsleiðinni þessar kommóður:) Vonandi er þín þó bara með einni umferð…
      Það var bara notað málningarleysir og sandpappír hjá okkur. En var frekar tímafrekt vegna þess hve mörg lög af málningu voru á henni:)
      Gangi þér vel, -Svana

  4. Ingunn Hrefnudóttir

    17. July 2014

    Ofsalega vel heppnuð hjá ykkur Ég á tvær svona í frekar slöku ástandi , en þó nothæfar

  5. Kristbjörg Tinna

    19. July 2014

    Ótrúlega skemmtilegt hvað fæturnir passa fullkomlega undir :)

  6. Brynja Magnúsdóttir

    12. August 2014

    Hæ hæ hvar færð þú þessar marmarafilmur sem þú settir í botninn á skúffunum? kær kveðja Brynja

    • Svart á Hvítu

      12. August 2014

      Fékk þær í Bauhaus… fór samt um daginn til að kaupa meira og þá var sú týpa uppseld:/