fbpx

KISUKERTIÐ ER KOMIÐ: VILTU VINNA EINTAK?

HönnunÍslensk hönnunUppáhalds

Mikið er ég spennt að fá að tilkynna ykkur það að Kisukertið eina sanna sem mörg okkar erum búin að bíða lengi eftir kom loksins til landsins Í DAG og verður það komið til sölu í völdum verslunum á næstu dögum! Kertið hannaði vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir þegar hún var við nám við Royal College of Art í London fyrir nokkrum árum síðan. Kertið lítur út eins og saklaus kettlingur við fyrstu sýn en inni í vaxinu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu. Kisa er fyrsta dýrið sem fyrirtæki Þórunnar PyroPet gefur út og munu vonandi bætast við fleiri kerti í framtíðinni.

1GPC2QLAO-L-6d-uiwJSZQM1RnBAhZ9LZ5wVdQsiZ5o

Kisa hefur fengið gífurlega mikla umfjöllun þrátt fyrir að hafa ekki verið áður í almennri sölu, það hefur hreinlega rignt inn fyrirspurnum til Þórunnar hvenær kertið komi í verslanir og því er óhætt að segja að það verði margir mjög glaðir að loksins verði hægt að næla sér í eintak. Kisa verður seld í Aurum, Epal, Hrím, Kraum, Minju, Spark design space og Snúran.is og verður það komið til sölu á næstu dögum!

eijIyNoLRHoKmYcADe54n1lrH2sp97uoDBQno1Y-yTQHkABpUKderEBd-C2cNSLaqAwz5-2ZCXhLHwL_RsdOFk oKXYqAPVq64w0S4pkQHW68sKtO-6-YD1puVt5qO8Nt0 Plj-SBA3GCzAzEylJ0d4N-4piviL15Njz-I1UgXRVR4 xfkeJTKUQCeHWJbyBEq0K_uITYuQk1Tj3en2yirBRtI

 Þrátt fyrir að eiga ekki sjálf (enn sem komið er) Kisukerti er þetta þó orðið uppáhaldskertið mitt og ég er ein af þeim sem hef sent óteljandi skilaboð á Þórunni varðandi kisukertið undanfarið ár a.m.k.:)

Í tilefni þess að KISA sé loksins að koma í verslanir verður hægt að eiga möguleika á því að vinna sér inn eitt stykki af kisukertinu fræga í einstaklega skemmtilegum instagramleik!

Það er ýmislegt sem ég og Þórunn eigum sameiginlegt en eitt af því er að við deilum miklum áhuga á kisum. Það sem þú þarft því að gera til að eiga möguleika á að vinna Kisukerti er að merkja þína KISUMYND #TRENDNET & #PYROPET á Instagram.

Mikið hlakka ég til að sjá instagramsíðu Trendnets fyllast af kisumyndum og ég hvet ykkur til að taka þátt í þessum skemmtilega og auðvelda leik. Kisumyndir eru jú alveg hrikalega skemmtilegar:)

Kíkið einnig við á facebooksíðu Pyropet og smellið á like-takkann.

Góða skemmtun og munið að merkja myndirnar #TRENDNET & #PYROPET

Mjá!

DIY: VEGGSKRAUT

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Við í Hrím hlökkum mikið til að fá kertið loksins !!! Mikið búið að spyrja um það.
  Svo er líka gaman að segja frá því að kertið fékk hönnunarverðlaun Grapevine fyrir vöru ársins :)

 2. Hildur

  16. July 2014

  Það skýtur mér samt skelk í bringu að sjá þessa svakalegu vaxklessu sem virðist myndast þegar kertið bráðnar, ætli það bráðni svona í alvöru? Best að hafa þá kertið ekki á sparidúknum ;)

 3. Þórunn

  16. July 2014

  @Hildur: Jú það myndast meira fljótandi vax en hjá venjulegum kertum. Við mælum með að hafa kertið á frekar stórum disk, t.d. matardisk :)

 4. Kristbjörg Tinna

  19. July 2014

  þnig langar svo í <3

 5. Kristbjörg Tinna

  19. July 2014

  Átti augljóslega að standa MIG haha