fbpx

FALLEGT HEIMILI MEÐ DÁSAMLEGUM BARNAHERBERGJUM

BarnaherbergiHeimili

Kíkjum í heimsókn á þetta fallega sænska heimili þar sem mildir litatónar ráða ríkjum og sérlega falleg herbergi þar sem öllu hefur verið vandlega stillt upp. Barnaherbergin er æðisleg, sérstaklega það sem yngri systkinin deila saman og virðist fara mjög vel um þau. Hér má finna mikið af frábærum hugmyndum fyrir okkar eigin heimili, hvort sem það sé hugmyndir að uppstillingum eða litaval, eða jafnvel að setja upp svona hrikalega flotta glerhurð fyrir svefnherbergið!

Hér gæti ég búið…

Myndir: Wettegrenfast fasteignasala

Fallegt ekki satt? Hér er hugsað út í hvert smáatriði og ekkert rými skilið eftir.

Ef ykkur líkaði við þessa færslu vil ég endilega hvetja ykkur til þess að smella á like – hnappinn hér að neðan eða á hjartað ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HUGMYNDIR AÐ KONUDAGSGJÖFUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð