fbpx

HUGMYNDIR AÐ KONUDAGSGJÖFUM

Fyrir heimiliðVerslað

Uppáhalds dagur margra er rétt handan við hornið… fyrir þau ykkar sem vilja fara alla leið og hitta beint í mark með fallega gjöf fyrir konuna eða hreinlega konurnar í ykkar lífi þá eru hér nokkrar hugmyndir.

// 1. Uppáhalds kertið mitt frá Skandinavisk er BÆR, fæst í Epal. // 2. Litur ársins hjá iittala er Sea blue – dásamlega fallegur og passar við marga aðra liti, sölustaðir iittala. // 3. Body Lotion er alltaf góð gjöf, L:A Bruket fæst í Dimm og Snúrunni. // 4. Ikebana blómavasinn frá Fritz Hansen er draumur einn, hann fæst ekki gefins en fegurðin er mikil. Fæst í Epal. // 5. Malmö súkkulaði!! Ég vil ekki segja hvað ég keypti mörg svona í Stokkhólmi um daginn því ég vissi ekki að þetta fengist á Íslandi, mjög gott – fæst í Dimm. // 6. Líkamsskrúbbur er líka alltaf góð gjöf, Angan er íslenskt merki. Fæst m.a. í HAF store og Litlu hönnunarbúðinni. // 7. Kärlek er enn eitt súkkulaðið sem ég held uppá, þetta fæst m.a. í Bast Kringlunni.

// 8. Falleg rúmföt eru möst á hvert heimili, þessi eru frá Dimm. // 9. RO er nýlegt merki á Íslandi, þessi fallegi vasi er þaðan. Fæst hjá Kokku og Epal. // 10. Nuance stálkanna er klassík, þessi fæst hjá Bast og Casa. // 11. Geggjaður hlébarða blómavasi – ég á einn svona til að hengja á vegg og elska þá! Fæst hjá Purkhús.is // 12. Eldföst en falleg leirskál frá RO, ég gæti hugsað mér að eiga alla línuna. Fæst í Kokku.  // 13. Love lakkrísinn fyrir árið 2019 er mjög ljúffengur – ég mæli með að smakka. Fæst í Epal.

Eitthvað fallegt úr öllum áttum fyrir konuna sem þú elskar ♡ Eigið góða helgi!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MARTA SMARTA SELUR GLÆSILEGT HEIMILI SITT Í LJÓSALANDI

Skrifa Innlegg