fbpx

SÆNSK SMARTHEIT – RÖNDÓTTIR VEGGIR & MARMARI

Heimili

Það er farið að styttast í nýja heimilið okkar og ég stend mig núna að því að spá í allt öðrum hlutum en ég gerði áður þegar ég skoða fallegt heimili eins og þetta hér. Það helsta sem ég féll fyrir við þetta heimili eru smekklegir skrautfrontar sem settir eru á ofnana sem falla því miklu betur inn í rýmið. Ég viðurkenni þó að ég hef átt í rökræðum við iðnaðarmennina mína (Andrés og pabba) um hvaða tilgangi svona þjónar – augljóslega eingöngu fagurfræðilegum. En þeir eru alls ekki seldir að þetta sé málið, og að ofnarnir hiti þ.a.l. ekki nógu vel upp rýmið? Ég man að AndreA okkar er með einhverskonar útgáfu af svona skrautfrontum á sínu heimili (ég er með mjög sjónrænt minni en ég fór í innlit til hennar fyrir mörgum árum.) Spurning hvort ég leiti ráða hjá henni. Ef þið hafið reynslu af svona frontum megið þið endilega skilja eftir orð.

Yfir í annað en ofnatal… heimilið er glæsilegt eins og sjá má, röndótt veggfóðrið heillar mig og marmari uppá veggi. Hér eru margar hugmyndir sem ég gæti hugsað mér að nýta. Ég vona að þetta fína heimili veiti ykkur líka innblástur!

Myndir via Esny.se

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

9 ÁRA AFMÆLI SVART Á HVÍTU ♡

Skrifa Innlegg