fbpx

9 ÁRA AFMÆLI SVART Á HVÍTU ♡

PersónulegtSamstarf

VÁ í dag á SVART Á HVÍTU bloggið mitt 9 ára afmæli – ótrúlegt en satt ♡

Bloggið hefur gefið mér óteljandi skemmtileg tækifæri, dýrmætan vinskap og risa lesendahóp sem ég er þakklát fyrir alla daga. Á þessum 9 árum hefur þó mikið breyst í bloggheimum en ég blogga þó ennþá fyrir sömu ástæðuna sem er brennandi áhugi minn á hönnun og fallegum heimilum. Ég hef einnig mikinn áhuga fyrir bloggsíðum og tímaritum sem er líklega helsta ástæða þess að hér er ég ennþá skrifandi og hef enn jafn gaman af ♡

Í tilefni 9 ára afmælisins ætla ég í samstarfi við verslunina Snúruna að gefa einum heppnum lesanda í afmælisgjöf fallega UPTOWN hliðarborðið frá sænska hönnunarmerkinu ByOn. Því það er skemmtilegra að gefa en að þiggja. Leikurinn fer fram að þessu sinni á Instagram síðunni minni @svana.svartahvitu og ég hvet ykkur eindregið til þess að taka þátt. Vinsæli jólaleikurinn verður svo á sínum stað hér á blogginu þegar nær dregur að jólum og ég get hreinlega ekki beðið ♡ Greinilega ekki þið heldur því ég er nú þegar farin að fá margar fyrirspurnir um leikinn góða.

Takk fyrir síðastliðin 9 ár, þvílíkt ævintýri sem þetta hefur verið ♡ Takk þið sem hafið verið með frá byrjun og velkomnir nýjir lesendur! Svo er auðvitað stóra spurningin hvað ég geri svo þegar kemur að 10 ára afmælinu….

x Svana

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÓSKALISTINN : IC LJÓS FRÁ FLOS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Berglind

  29. October 2018

  Til hamingju með afmælið! Eg man þegar eg fann bloggið voruð þið Rakel bunar að blogga í 3 mánuði, eg las allt sem var komið á einu bretti og hef kikt við nánast á hverjum degi síðan þá <3

 2. Andrea

  30. October 2018

  Til hamingju með afmælið ❤️
  Við ættum að hálfa upp á þetta saman ;)
  AndreA er líka 9 ára 🥂