Ég er ljósafrík.

Hönnun

Ljósin sem ég er hrifnust af þessa stundina eru eftir hann Tord Boontje sem er hollenskur hönnuður frá Design Academy Eindhoven… það er víst ekki hægt að kaupa ljós eftir hann á Íslandi þessa stundina en þau eru seld út um allan heim þar á meðal í Eindhoven ef þið viljið að ég sendi ykkur heim:)

Garland Light.
Icarus.
Svo er það Midsummer.
Ég á fyrstu 2, en finnst það síðasta ekki síðra, en það er til í mjög mörgum litum!:)

Svo fíla ég reyndar svona ljós í tætlur..
85 lamps framleitt af Droog design
Svo er þetta reyndar uppáhaldsljósið alltime.. Copper shade eftir Tom Dixon.
Þetta mun ég eignast einn daginn.
Veit ekki hvað málið er með mig, er með einhvað hjúts thing fyrir ljósum og lömpum. Get svoleiðis látið mig dreyma dögunum saman hvað íbúðin mín væri fín ef ég ætti hitt eða þetta ljós:)

Svo er einn annar kúl, það er hann Ingo Maurer
Finnst þetta kúl, hægt að bæta við textum eða persónulegum skilaboðum.
Svo er það wings, en það er voðalega kjút. 
Líka til í ljósakrónu en þá lítur það svona út


-S

H&M Dúkkuleikur

Uncategorized
Ji mér líður eins og lítilli stelpu núna,
Var að skoða allt nýja stuffið á H&M síðunni eins og usual og þar er nýjung komin þar sem þú getur klætt módel í og úr fötum sem þig langar í! Býrð þér til þitt outfitt og ferð svo og shoppar!!
Hahah snilld:)
Veit reyndar vel að þessi búð er ekki heima, en það er samt hægt að nota þetta til að ákveða dress kvöldsins!! Mega fine módel og flott dress til að klæða þær í.
Hvað er ekki gaman við það:)
Var að leika mér smá:)
Þessar fengu bara casual look, þær voru ekkert í gírnum að fara í partíkjóla
Á þessi ekki bara að vera svona? Mega hottí:)
Æj ok, hann fékk líka dress. Þið mynduð nú ekki segja nei við þessum stelpur? (Þið sem eruð á lausu híhí)
Ef þið hafið smá time getiði tékkað á þessu. Lúmskt gaman:)
-S

Happy Halloween

Uncategorized
x

Í nýjasta tölublaði Harper’s Bazaar má finna þessa Halloween myndaseríu eftir
hinn víðfræga Tim Burton sem er heilinn á bakvið myndir eins og Beetlejuice, Edward Scissorhands,
The Nightmare Before Christmas
og Charlie and the Chocolate Factory.

Það má sjá nokkra af helstu karakterum hans birtast fyrir á myndunum og það er
sami stíll á þeim og hefur verið gegnumgangandi í kvikmyndum hans.

Geggjaðar myndir,
nú vildi ég óska að ég væri að fara á ekta Halloween ball :)

Góða helgi og gleðilega hrekkjavöku!

-R

Næs skikkja

Ég er með eitthvað thing fyrir þessari skikkju/jakka/kápu… Don’t know what it is
Hún er eftir ungan hönnuð frá New York sem heitir Lindsey Thornburg
Pretty nice stuff.. verst fyrir hana hvað það er auðvelt að copya þetta.
Jæja þið copy-kisur heima á Íslandi… hver ætlar að vera fyrstur;)
Eða virkar þetta ekki þannig?

-S

Jimmy Choo fyrir H&M!!

Spennan magnast hjá mörgum stelpum núna þar sem það styttist í að H&M búðirnar fyllist af hönnun frá Jimmy Choo, en það gerist þann 14.nóvember!!
Ekki eru allar H&M búðir svo heppnar að fá vörurnar t.d ekki mín:( En samt í Amsterdam en ég efa að ég leggi á mig 1000 manna röð til að komast í þetta gotterí.
Komnar margar myndir á vefsíðu H&M en ég bjóst nú reyndar við meira… hmm en myndir segja meira en orð!

-S