Acne

Sænski tískurisinn Acne er í miklu uppáhaldi hjá mér…
Acne gallabuxur hafa lengi verið mínar uppáhalds, margir litir til, háar í mittið og níðþröngar,
akkúrat eins og ég vil hafa þær…

***

Acne er með vefverslun og sendir til Íslands, en kostar samt alveg sitt!

-R

11.desember

Uncategorized


Hvernig tekur þú þátt?

Það sem þú þarft að gera er að gerast Fan af facebook síðunni hjá
Svart á hvítu, sjá link til hægri.
Svo býður þú vinum þínum að gerast aðdáendur að síðunni og kvittar svo á vegginn á facebook Fan síðunni.
Og ef þú ert nú þegar Fan þá þarftu bara að bjóða vinum þínum og kvitta svo hjá okkur á Facebook :)

****

Í jóladagatalinu í dag er í litun og plokkun á Bonitu Snyrtistofu
Hæðarsmára 6 í Kópavogi

Við drögum út einn heppinn vinningshafa í lok dagsins og birtum svo nafnið á facebook síðunni og höfum samband!

Vertu með okkur alla daga fram að jólum xoxo

Kveðja, Jólastelpurnar :)

Bleached


Jæks hvað finnst ykkur um þetta??
Aflitaðar augabrúnir!
Maður er að sjá þetta æ oftar, á tískupöllunum, í tískublöðunum… það virkar! oft mjög töff,
en ég veit ekki með svona hversdagslega í jogging-gallanum í Bónus.
Þeir úti spá því að þetta verði SO HOT næsta sumar!
Mér persónulega finnst augabrúnirnar skipta gríðarlegu máli, fyrir mig a.m.k, án þeirra er ég hálf nakin! Ég reyni að lita og plokka mínar allavega einu sinni í viku, þá eru allir sáttir :)
Ert þú búin að panta jólaplokkun og litun (aflitun)??
Haldiði að V.B. elti trendið?
***
P.S.!!! Jóladagatal Svart á hvítu fer á fullt á morgun, ekki missa af því!!
-R

e-label

Íslensk hönnun

Ég er ein af þeim sem klæðist of oft svörtu frá toppi til táar… Hvað get ég sagt, it’s my thing.
Ég rembist oft við að finna einhvern einn lit með, skór eða veski í lit svo ég
líti nú ekki út eins og á leið í jarðaför.

Afhverju er samt svona tabú að klæðast öllu svörtu?
Svartur er fallegur litur, það eiga allir svört föt, það er auðvelt að klæðast svörtu
og til að toppa það þá á hann að virka grennandi! Hvað er ekki gott við það haha.

Fataskápurinn minn er allavega troðfullur af svörtum flíkum og ég
ætla að halda áfram að bæta í safnið.
Ég held að litir fari mér bara ekki svo vel. Gæti það ekki bara verið?

En ég var að skoða síðuna hjá E-label og fann þar margt fallegt sem ég væri til í að eiga.
En E-label selur bara SVÖRT föt.
Tékkit; E-label


Finnst samt þessar latexgínur mjög svo óaðlaðandi…

-S

Pósturinn Páll


Jólin komu snemma í ár.
Var að koma heim úr skólanum og hitti póstmann fyrir utan hjá mér,
hann var með þennan dýrindispakka handa mér og í honum var….Jakkalakki, slæðuhálsmen og blúnduleggó.
To; Svana
From; Asos
Merry Christmas

Passar allt fullkomlega og er að elska þetta allt.

-S