fbpx

LITRÍKT & GEGGJAÐ HJÁ LJÓSMYNDARA

Heimili

Á vafri mínu á Instagram í morgun á meðan ég sat á hjólinu í ræktinni (þannig er best að nýta tímann), þá rakst ég á gudómlega fallega mynd frá Elle Decoration sem ég varð að sjá meira af. Stofuborðið mitt sem ég keypti mér í sumar og bíður eftir sínu nýja heimili var hér í aðalhlutverki í stofunni, Tavolo con Ruote, við röndóttann og gulann sófa, alveg geggjuð samsetning. Þetta lítur þó út fyrir að vera eftirlíking af Arco lampanum sem hangir svo fallega – en það er annað mál. Sjáið hvað þetta er lifandi og fallegt heimili!

Myndir : Johan Sellén // Lesið viðtalið í heild sinni – sjá hér.

Blátt, bleikt og fjólublátt eldhús! Þónokkuð óvenjuleg litapalletta en virkar vel á þessu heimili. Ég er aldeilis ánægð með þetta par sem fer sínar eigin leiðir þó ég hallist mest að stofunni sem er í lágstemmdari kantinum. Þau hljóta að vera ansi hamingjusöm, það sést á heimilinu!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

INNLIT // SÆNSK SMARTHEIT

Skrifa Innlegg