Ég var á dögunum stödd í Kaupmannahöfn og kíkti við í eina fallegustu verslun sem ég hef augum litið. Paustian er danskt hönnunarhús sem stofnað var árið 1964 og opnaði fyrr á árinu nýja concept verslun við Strikið í húsnæði sem hýsti gamlan banka frá árinu 1868. Gylltar súlur, marmaragólf, einkennandi svartar og hvítar flísar og stórfenglegt steypt loft setja mikinn svip á húsnæðið en það eru gamlar peningahvelfingar og peningahólfin sem núna geyma stórkostlega hönnun sem gera verslunina að upplifun að heimsækja.
Verslunin er staðsett við Strikið á Niels Hemmingsens Gade. Þetta er í raun hliðargata sem liggur upp frá Illum Bolighus.
Ég mæli svo sannarlega með heimsókn.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg