fbpx

KARITAS & HAFSTEINN Í HAF STUDIO SELJA HEIMILIÐ!

HeimiliÍslensk hönnun

Eitt fallegasta heimili landsins er komið á sölu en það er heimili HAF hjóna, þeirra Karitas Sveinsdóttur og Hafsteins Júlíussonar. Heimilið er hið glæsilegasta þar sem nostrað hefur verið við hvern fermetra og einnig mikið verið endurnýjað frá því að hönnunar-ofurteymið flutti inn fyrir um tveimur árum. Á gólfum er fallegt og sjaldséð olíuborið eikar kubbaparket og baðherbergið er sérhannað og teiknað af HAF studio – en það er guðdómlega fallegt. Það mun hver sá sem kaupir þessa íbúð detta í lukkpottinn enda íbúðin í heild sinni algjör gullmoli.

Héðan má aldeilis fá hugmyndir og ég tala nú ekki um hvað það verður spennandi að fylgjast með Karitas og Hafsteini koma sér fyrir á nýja heimilinu ♡

Sjá fleiri upplýsingar á fasteignavef Mbl – sjá hér.

– Þvílíkur draumur að kaupa íbúð af svona fagurkerum –

FALLEGT HEIMILI SKARTGRIPAHÖNNUÐAR Í DANMÖRKU

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

 1. Guðrún María

  31. August 2018

  Hæ Svana 😊 Ekki veist þú hvaðan löngu speglarnir þrír eru sem eru á ganginum hjá þeim?

 2. Sísí

  1. September 2018

  Ekki geturu fengið upplýsingar um litina á veggjunum hjá þeim? Þeas þessa dökku :)

  • Svart á Hvítu

   4. September 2018

   Hæhæ, sendu þeim endilega skilaboð á instagram eða á facebook – Karitas mun glöð veita þér þessar upplýsingar:)