fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANN

HugmyndirJólSamstarf

Jólagjafahugmyndir Svart á hvítu eru alltaf gífurlega vel lesnar – hér hef ég tekið saman brot af því besta úr nokkrum af fallegustu verslunum landsins og á breiðu verðbili. Jólagjafahugmyndir fyrir hann er eitthvað sem ég elska að taka saman og ég held að mér hafi tekist nokkuð vel til í þetta sinn, og margt á þessum listum á sæti á mínum óskalista. Þrátt fyrir að nafnið gefi til kynna að hér séu einungis herragjafir, þá henta þær allar að sjálfsögðu fyrir konur.

Nokkrir dýrir hlutir prýða þá lista sem ég tek saman, það má vissulega leyfa sér að dreyma. En einnig er gott að hafa það reglulega í huga að kaupa færri en vandaðri hluti sem endast lengur. Einnig má sameina gjöf fyrir pör og kaupa saman eina vandaðri gjöf fyrir heimilið. Það hentar líklega ekki öllum, en er þess virði að prófa.

Fyrir hann – fyrir listaverkaunnandann eða fyrir sælkerann, ég vona svo innilega að þessar hugmyndir komi ykkur að góðu gagni.

// 1. Gamaldags glas, 1.980 kr. Kokka. // 2. Beoplay heyrnatól H6, 43.000 kr. Ormsson. // 3. Veggstjaki mini, 17.900 kr. Haf Store. // 4. Blár emaléraður járnpottur, 34.900 kr. Kokka. // 5. Dásamleg rúmföt frá Semibasic, 12.500 kr. Snúran. // 6. Kortaveski f. 6 kort. 6.490 kr. Dimm. // 7. Glæsilegt áritað Erró verk í takmörkuðu upplagi, vönduð inkjet prentun. 105.500 kr. Listasafn Reykjavíkur. // 8. Pheonix kristalkertastjaki, 30.900 kr. Snúran. // 9. Stelton hitakanna, 9.500 kr. Kokka og Epal. // 10. Iittala bjórkanna, 2.450 kr. Casa. // 11. Vasapeli, 4.200 kr. Snúran. // 12. Skurðabretti, 7.990 kr. Dimm. // 13. Skóhorn sem svíkur engann, Normann Copenhagen, 5.900 kr. Epal. // 14. Aalto vasi í Seablue lit, 18.900 kr. Flestir söluaðilar iittala. // 15. Æðislegur rakspíri, Abercrombie & Fitch. Snyrtivöruverslanir og Hagkaup. // 16. Backgammon spil, 6.450 kr. Epal. // 17. Stormur ilmkerti, Urð, 5.990 kr. Fæst m.a. í Kokku, Dimm, Epal og Snúrunni. // 18. Blacklock járngrillpanna, 29.900 kr. Kokka. // 19. Aarke sódavatnstæki, 32.990 kr. Haf store og Aarke. //

 

// 1. Mirro vegglampi, Wever & Ducre, 30.000 kr. Lumex. // 2. Iittala Teema kaffibollar 380 ml. iittala verslunin Kringlunni. // 3. 2020 dagatal Genki Studios, verð frá 5.500 kr. Epal, Akkúrat, Geysir Heima og Hönnunarsafnið Gbæ. // 4. Sængurver Midnatt 9.990 kr. Koddaver 2stk 4.290 kr. Dimm. // 5. Beoplay E8, 43.900 kr. Ormsson. // 6. TID no. 1 úr, verð frá 26.500 kr. HAF store. // 7. Leður tölvutaska, 13.990 kr. Dimm. // 8. Bitz salt og piparstaukur, 7.690 kr. stk. Bast og Snúran. // 9. Glæsilegt áritað Erró verk í takmörkuðu upplagi, vönduð inkjet prentun. 105.500 kr. Listasafn Reykjavíkur. // 10. Bók, Ásmundur Sveinsson, 12.900 kr. Safnbúðir Listasafns Reykjavíkur. // 11. Grilláhöld, 3.790 kr. Kokka. // 12. Kjötsteikarmælir, 5.400 kr. Snúran. // 13. Eggið – klassísk hönnun, Epal. // 14. Iittala Ultima Thule skál, verð um 14.000 kr. t.d. Epal og Snúran. // 15. Lífræn svunta, 5.500 kr. Kokka. // 16. Wine breather, Menu, 9.850 kr. Epal. //

// 1. Design by us, Blue sky, 39.900 kr. Snúran. // 2. Lie Gourmet gjafaaskja, 5.990 kr. Dimm og Snúran. // 3. ByOn vasi, 11.990 kr. Snúran. // 4. Bók, Crafted Meat, 6.900 kr. HAF store. // 5. PH 3/2 Borðlampi, Epal. // 6. Náttsloppur, 9.990 kr. Dimm. // 7. Marmarabakki, 17.900 kr. Kokka. // 8. Bitz platti, 3.490 kr. Snúran og Bast. // 9. Vetur ilmkerti, 5.900 kr. HAF store. // 10. Karafla iittala, verð um 14.790 kr. Sölustaðir iittala. // 11. Stelton kokteilsett, 10.900 kr. Kokka. // 12. Ilmstrá Urð, 5.490 kr. Sölustaðir t.d. Dimm, Epal, Kokka og Snúran. // 13. Blátt sófateppi, Hay, 10.500 kr. Epal. // 14. Kjötbretti, 19.900 kr. Kokka. // 15. Gjafaaskja L:A Bruket, 6.990 kr. Dimm. // 16. Sjöstrand mjólkuflóari (fer vel með kaffikönnunni). 12.990 kr. Sjöstrand. // 17. Erró listaverkabók, 9.900 kr. Safnbúð Listasafns Reykjavíkur.

_______________

Eigið góða helgi ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

DANSKT & SMEKKLEGT JÓLASKREYTT HEIMILI

Skrifa Innlegg