fbpx

JÓLADAGATAL SNÚRUNNAR ♡

Samstarf

Jóladagatal Snúrunnar hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur, en á hverjum degi til jóla er hægt að vinna ótrúlega veglega vinninga, í fyrradag var hægt að vinna New Wave veggljósið frá Design by us sem mig dreymir um að eignast, kertastjaka frá Finnsdóttir og fleira fínerí. Dagatalið sem finna má á Facebook síðu Snúrunnar og á Snúran.is er þannig sett upp að þú þarft að taka þátt á hverjum degi til að eiga möguleika á að vinna þann dag, og þar sem mjög góðir vinir mínir vinna í Snúrunni þá hafa þau hvíslað að mér nokkrum hlutum sem eru á bakvið gluggana og ég verð að segja að þetta er ótrúlega veglegt dagatal og ég er mjög spennt fyrir mörgum þeirra. Heildarverðmæti vinninga er yfir 500 þúsund!

Það er líka einn kostur að mínu mati þar sem ég er frekar gleymin þá gat ég hakað við að fá áminningu á hverjum degi í póstinn minn svo missi aldrei af:) Mæli með!

[vimeo 246085841 w=640 h=360]

Jóladagatal Snúrunnar from Snúran on Vimeo.

Hver elskar ekki að fá vinninga? Og svo vil ég líka bæta við varðandi árlega jólagjafaleikinn minn þá hef ég verið að fá nokkrar fyrirspurnir hvort það verði endurtekið í ár og svarið er að sjálfsögðu já! Ég er á fullu að vinna í því að setja í gang eitt stykki ótrúlega veglegan jólagjafaleik sem þið viljið ekki missa af ♡

DJÚSÍ JÓLAMARKAÐUR HJÁ HAF STORE

Skrifa Innlegg