JÓLADAGATAL SNÚRUNNAR ♡

Jóladagatal Snúrunnar hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur, en á hverjum degi til jóla er hægt að vinna ótrúlega veglega vinninga, í fyrradag var hægt að vinna New Wave veggljósið frá Design by us sem mig dreymir um að eignast, kertastjaka frá Finnsdóttir og fleira fínerí. Dagatalið sem finna má á Facebook síðu Snúrunnar og á Snúran.is er þannig sett upp að þú þarft að taka þátt á hverjum degi til að eiga möguleika á að vinna þann dag, og þar sem mjög góðir vinir mínir vinna í Snúrunni þá hafa þau hvíslað að mér nokkrum hlutum sem eru á bakvið gluggana og ég verð að segja að þetta er ótrúlega veglegt dagatal og ég er mjög spennt fyrir mörgum þeirra. Heildarverðmæti vinninga er yfir 500 þúsund!

Það er líka einn kostur að mínu mati þar sem ég er frekar gleymin þá gat ég hakað við að fá áminningu á hverjum degi í póstinn minn svo missi aldrei af:) Mæli með!

Jóladagatal Snúrunnar from Snúran on Vimeo.

Hver elskar ekki að fá vinninga? Og svo vil ég líka bæta við varðandi árlega jólagjafaleikinn minn þá hef ég verið að fá nokkrar fyrirspurnir hvort það verði endurtekið í ár og svarið er að sjálfsögðu já! Ég er á fullu að vinna í því að setja í gang eitt stykki ótrúlega veglegan jólagjafaleik sem þið viljið ekki missa af ♡

ÉG HLAKKA SVO TIL

LÍFIÐSNYRTIVÖRUR

.. jóla

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Ég er orðin svo spennt fyrir jólnunum.. já ég sagði það jólunum, það var samt ekki fyrr en ég fékk dagatalið frá The Body Shop í hendurnar.

The Body Shop gefur út jóladagatal ári hverju og hefur mig alltaf langað í eitt slíkt. Dagatalið er sett upp einsog hefðbundið dagatal en inn í hverjum “glugga” eða þetta eru reyndar kassar, er lítil sæt gjöf. Þetta mun gera prófalesturinn mun skemmtilegri og get ég ekki beðið. Ég fékk Deluxe dagatalið sem er næst stærsta dagatalið en það eru fjórar stærðir í boði.

Það eru þó ekki bara gjafir í þessu æðislega dagatali heldur einnig leikur inn í dagatalinu með fallegum boðskap. Leikurinn er þannig settur upp að þú færð eitt verkefni á dag sem á að gera heiminn að betri stað, mér finnst þetta mjög fallegt og á vel við á jólnunum.

Hérna er til dæmis verkefnið fyrir 1.des og það er mjög einfalt, “Smile at the first person you see today”

 

Ég sýndi dagatalið mitt um daginn á snapchatinu mínu (gsortveitmakeup) og fékk margar spurningar, þannig ég ákvað að setja inn allar helstu upplýsingar um þau hér..

 

Deluxe dagatal – 17.990 kr

 

Entry dagatal (Fjólubláa) – 12.990 kr

Standard dagatal (Græna) – 14.990 kr

 

Það vantar reyndar stærsta dagatalið, ég fann því miður ekki mynd af því en þið getið alltaf gert ykkur ferð í The Body Shop og kíkt á úrvalið. Ég mæli með að hafa hraðar hendur því þessi dagatöl seljast upp mjög hratt. Ég get ekki beðið eftir desember!

 

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

Jul vol.4 – Jóladagatal

HomeLifeProjectsSweden VS Iceland

Last night I finally finished Toras Christmas calendar. This is a tradition I had as a child and everyday before school I got one little gift from my Christmas calendar. I know here you have the Icelandic Jólasveinar and the shoe in the window tradition and this one is very similar to that, one little gift a day but for the whole of December. Now this will sound crazy but we couldn’t decide on what tradition to have for Tora so we have both.. yes I know it is way too much for a little 2 year old but to ease your worries over how much we spoil our kid she only gets very small things and sometimes just a gingerbread cookie or crayons and paper. It’s nothing of much value, just small stuff to keep the traditions from both sides. I’m just hoping she doesn’t wake up to a potato in her shoe some day.

Gunnar and the Jólasveinar take care of the shoe and I take care of the Christmas calendar. Gunnar also takes care of eating the skyr, meat and whatnot that we leave for santa by the shoe ;)

juldagtal7I love the brown paper and the “traditional” look of gifts.

juldagtal4

juldagtal3juldagtal5Our Christmas calendar is from Bloomingville, available HERE.

IMG_2434

The “stamp” is from TGR.

God Jul,

L

NÝR JAKKI

FATNAÐURNÝTT

10850904_10152966861066204_1646324733_n

10834172_10152966861061204_1074189264_n

10841119_10152966861071204_521859014_n

10850839_10152966861056204_841942926_n

Þessi er nýr!

Þykkur, hlýr og kósý á köldum dögum sem þessum – það má alveg næla sér í nokkrar hlýjar flíkur fyrir veturinn.

Það er líka svo nice að layera flíkur á þessum tíma ársins, lúkkin verða svo miklu meira fín. 

Jakkinn fæst í Einveru á Laugavegi og kostar 18.990,-! Líka til í svörtu. Ég og Karin tókum M í þessum, stærðirnar eru alveg frekar loose en vildum hafa hann extra kósý.

Ég sá í morgun að hann er í Jóladagatali Miðborgarinnar í dag 8. desember og þessvegna er 20% afsláttur af honum! Mæli með að kíkja á hann og fullt fínt fleira til. 

//Irena

Langar þig í Jóladagatal fjölskyldunnar

Ég Mæli MeðJól 2014Lífið Mitt

Eins og ég sagði ykkur frá um daginn erum við fjölskyldan búin að græja okkur alveg upp með jóladagatatölum fyrir desember. Eftir að ég las mér til um Jóladagatal fjölskyldunnar langar mig dáldið mikið að bæta við einu – fyrir alla fjölskylduna.

Jóladagatal fjölskyldunnar er hugmynd sem vinkonurnar Þóra Hrund og Erla framkvæmdu fyrir jólin í ár og ég heyrði aðeins í henni Þóru Hrund og fékk hana til að svara nokkrum spurningum fyrir mig og lesendur sem ég hvet ykkur endilega til að skoða og lesa. Ég hvet ykkur líka til að skoða neðst í færslunni ef ykkur langar í svona dagatal en 5 lesendur sem taka þátt og svara einni einfaldri spurningu fá dagatal fyrir sig og sína.

Dagatal

Hvaðan spratt hugmyndin að jóladagatali fjölskyldunnar?

Ég og Erla Björnsdóttir sem er með mér í þessu verkefni deilum skrifstofu ásamt öðrum snillingum í Austurstræti 12. Þar ríkir mikil sköpunargleði og hraði og eru allir að vinna að sýnum verkefnum/fyrirtækjum. Ég og Erla erum búnar að þekkjast í þónokkur ár en höfum hingað til aldrei unnið saman að neinu verkefni enda vinnum við á ólíkum vettvöngum þrátt fyrir að sálfræði og markaðsfræði séu náskyld fög að mörgu leiti. Við sátum einn daginn yfir kaffibolla að fabúlera um daginn og veginn. Erla og maðurinn hennar Hálfdán eiga saman 4 stráka sem eiga það sameiginlegt að vera mikil jólabörn. Þau eru foreldrar sem má taka til fyrirmyndar varðandi ýmsa hluti og þá sérstaklega hvað þau eru dugleg að gera allskonar sniðugt með strákunum sínum. Þau hafa síðustu ár verið að föndra jóladagatal í svipuðum anda og Jólin okkar, og hefur það alltaf slegið algjörlega í gegn og hefur verið það fyrsta sem strákarnir gera þegar þeir vakna á morgnana að kíkja hvað fjölskyldan ætlar að gera saman þann daginn. Skórinn og súkkulaði dagatalið hefur alveg fallið í skuggann á þessum skemmtilegu samverustundum. Leiddi samtalið út í það hvað það væri auðvelt að gleyma sér í jólastressinu, þar sem fólk er oft undir meira vinnuálagi og svo eiga íslendingar það til að gera allt á síðustu stundu syndromið (og er ég þar ekki undanskylin) og því mikið að gera í desember. Fókusinn hefur mikið verið á þetta efnislega, hvað á að gefa í skóinn, hvað á að gefa í jólagjöf, kaupa jólaföt o.s.frv. en þótt það hljómi eins og klisja þá þegar á botninn er hvolft þá leitumst við öll eftir athygli og þá er það besta sem við gefum öðrum, hvort sem það eru börnunum okkar eða maka, tíma og athygli. Okkur datt í hug að fleiri hefðu eflaust áhuga á slíku dagatali og kom þá hugmyndin um að gefa út dagatalið og hvetja fólk þar með að setja fókusinn á réttan stað, slaka aðeins á og njóta fleiri samverustunda með ástvinum. Upphaflega ætluðum við bara að prenta þetta í litlu upplagi þar sem við fengum þessa hugmynd ansi seint og eins og ég nefndi hér að ofan, íslendinga syndromið, þá vorum við á síðustu stundu að búa það til. Höfum við þó ákveðið að prenta aðeins stærra upplag en stóð til upphaflega þar sem móttökurnar hafa vægast sagt verið frábærar og er upphaflega upplagið að verða uppselt í forsölu. Greinilegt að það eru fleiri sem vilja njóta samverustunda með fjölskyldunni í desember.

Hvernig gekk að finna hugmyndir að því hvað ætti að vera í dagatalinu?

Það gekk ansi vel. Við skrifuðum lista með hátt í 100 hugmyndum um samverustundir og völdum síðan úr þær sem hentuðu best með tilliti til fyrirhafnar, staðsetningar og kostnaðar. En vildum við að allir ættu möguleika á að framkvæma hugmyndirnar óháð staðsetningu, aðstæðum og kostnaði. Í dagatalinu er líka talið niður til jólanna og sagt hvaða jólasveinar koma hvern dag þar sem foreldrar eru oft ekki alveg með röðina á hreinu. Við vildum líka hafa þetta fallegt, svo gaman sé að hafa þetta hangandi upp á vegg.

Geturðu gefið smá innsýn í það hvað gæti mögulega leynst á bakvið gluggana í dagatalinu?

Hver dagur felur í sér ákveðna samverustund sem fólk getur aðlagað svolítið eftir eigin þörfum. Það er hægt að gefa sér lengri tíma í hlutina ef aðstæður leyfa en ef fólk er í kappi við tímann er samt sem áður hægt að eiga þessar gæða samverustundir á styttri tíma. Dæmi má nefna með daginn sem kallast “Jólin í gamladaga” en þar eru foreldrar hvattir til að segja börnum sínum frá því hvernig jólin voru þegar þau voru börn og hvað hefur breyst. Skoða síðan gamlar fjölskyldumyndir síðan á jólunum, en gaman getur verið að skoða myndir nokkur ár aftur í tímann. Jólaárbítur er líka annar dagur en miðast hann þá á helgidag þar sem fjölskyldan er hvött til að tæma ísskápinn og búa til dýrindis morgunverðastund saman. Síðan eru margar samverustundirnar eitthvað sem flestir gera á einhverjum tímapunkti fyrir jólin en málið er að gera sem mest úr þessum litlu stundum.

Ein blaðsíða - jóladagatal

Hvar verður hægt að nálgast jóladagatalið?

Jóladagatalið má nálgast á facebook síðunni okkar, www.facebook.com/jolinokkar eða með að senda okkur póst á jolinokkar(hja)umtal.is. Í lok vikunnar verður dagatalið einnig komið í matvöruverslanir, bókabúðir og nokkrar litlar og sætar búðir útum allt land.

Verður þetta núna árlegt hjá ykkur og er mögulega eitthvað annað framundan hjá ykkur vinkonunum?

Planið var einmitt upphaflega að hafa þetta árlegt og miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið þá held ég að það sé nokkuð ljóst að við gefum þetta út aftur að ári. Það eru nokkur verkefni í kortunum hjá okkur á næstunni en má þá helst nefna fyrirlestraröð fyrir konur sem vilja fá innblástur og fræðast um verkefni annara efnilegra kvenna og útgáfa á dagbók í desember. Við deilum einskonar dagbókarblæti og ætlum við því að sameina krafta okkar í að gera hina fullkomnu dagbók að okkar mati :)

photo (1)

Þetta eru svo sannarlega glæsilegar og framtakssamar vinkonur!

Þóra Hrund, Erla og ég viljum gleðja lesendur sem halda að dagatalið muni vekja lukku hjá fjölskyldum sínum með einu eintaki. Það sem þið þurfið að gera er að:

Segja okkur frá því hvað er í uppáhaldi hjá ykkur við jólin í athugasemd við þessa færslu og smelltu á LIKE á facebook síðu dagatalsins – JÓLIN OKKAR.

Mig langar í leiðinni að segja ykkur frá því sem er í uppáhaldi hjá mér – það eru tvær stundir sem ég get ekki valið á milli. Eftir að ég fór að halda jólin sjálf, heima hjá mér með mínum manni en í ár eru þetta þriðju jólin sem við verðum heima hjá okkur, þá er það augnablikið þar sem allt er tilbúið sem er uppáhalds. Þegar maturinn er kominn á borðið, pakkarnir eru komnir undir tréð, allir prúðbúnir í sínu fínasta og krikjuklukkurnar heyrast í útvarpinu þegar klukkan er orðin 6. Þetta stutta andartak þar sem allt er tilbúið og allt svo hátíðlegt er í miklu uppáhaldi hjá mér – því þá eru jólin komin :)

Hitt sem er í uppáhaldi er að fara í kirkjugarðinn og heimsækja afa, ömmu og Addí frænku, systur hennar mömmu. Leiðin þeirra eru hlið við hlið og að standa þarna í snjónum (yfirleitt) horfa yfir garðinn á öll fallegu ljósin og óska þessum þremur gleðilegra jóla er eitt það yndislegasta sem ég geri. Afi minni, þegar hann var á lífi, fór alltaf með mig í kirkjugarðinn til ömmu á aðfangadag þetta var ómissandi hefð á hverju ári og hefð sem mér þótti svo vænt um. Alltof mörgum árum síðar er ég enn að venjast því að afi standi ekki við hliðiná mér á þessum degi í kirkjugarðinum hjá ömmu en ætli hann sé nú ekki þarna einhvers staðar hjá mér – ég vona alla vega að hann fylgist með :) Eftir að afi dó pössuðu mamma og pabbi uppá að við systkinin héldum í þessa hefð og í fyrra hélt ég henni áfram með Tinna Snæ og ætla að gera það um ókomin ár. Heimsóknir til ástvina eru ómissandi um jólin hvort sem þau eru lífs eða liðin það finnst mér alla vega og þessi stund sem ég á með ömmu, afa og Addí frænku eru ómetanleg á hverju ári.

Til hamingju flottu vinkonur með þetta dásamlega dagatal ég hlakka til að opna það á hverjum degi með mínum :)

EH

Ég dreg svo út 5 lesendur sem taka þátt eftir helgi :)

Nú má desember koma…

Ég Mæli MeðJól 2014Lífið MittTinni & Tumi

… þó nóvember hafi bara verið að byrja þá erum við fjölskyldan tilbúin fyrir desember! Allir fjölskyldumeðlimir eru nú komnir með sín jóladagatöl og það fullkomin jóladagatöl fyrir hvert okkar :)

dagatal3

Fyrsta dagatalið sem mætti á heimilið var lakkrís dagatalið frá Johan Bulow sem fæst í Epal. Aðalsteinn er mjög mikill lakkrís aðdáandi og því mjög hrifin af þessum lakkrís. Ég ætlaði að gefa honum það í fyrra en þá var það uppselt svo ég fór extra snemma í ár og náði einu fyrir hann. Hrikalega flott dagatal og ekta fyrir svona sælkera. Við Tinni röltum þangað fyrir stuttu og splæstum líka í hátíðarlakkrís ársins og hann er trylltur allt sem ég hef heyrt um hann er satt :)

dagatal

Tinni Snær fékk svo sitt dagatal í gær. Playmo dagatal sem hann er samt voða fúll með að mega ekki opna strax svo það var bara falið uppí skáp þegar hann sá ekki til og verður tekið fram næst morgun 1. desember.

dagatal2

Þegar ég var lítil fengum við systkinin alltaf RÚV dagatalið sem mér fannst í minningunni alltaf mjög skemmtilegt en þá var Pú og Pa alveg uppáhalds serían ég skora hér með á RÚV að sýna það snilldar dagatal aftur!!! En ég held að þetta dagatal muni gleðja litla snáðann okkar mikið.

Mamman fékk svo flottasta dagatalið – að mínu mati alla vega ;) Ég fór í gær og splæsti í dagatalið frá The Body Shop. Ég var búin að heyra af því og fór strax í gær og keypti en ef þið eruð spenntar fyrir því hafið þá hraðar hendur því það var ekkert sérstaklega mikið eftir af því. Mömmunnar dagatalið er reyndar dýrast – 14900 (minnir mig, ég er mjööög fljót að gleyma) en í því eru vörur að andvirði rúmum 20.000kr.

10696310_707579482661579_1952105932683337957_n

Ég var voða lukkuleg með það í gær – svo er það svona eins og taska svo ég sveiflaði því bara á eftir mér inní Smáralind.

Það eru nokkur merki sem koma með svona hátíðardagatöl en það eru þó flest merki sem fást ekk hér – nema The Body Shop. Hin dagatölin seljast alltaf mjög hratt upp og eru svo seld á uppsprengdu verði á ebay og svo er rándýrt að fá þau heim. Ég hef aldrei tímt að standa í því svo ég er mjög spennt að opna þetta.

Ég er komin í voðalegt hátíðarskap allt í einu – ég er þó að reyna að passa mig að fara ekki all in alveg strax, ætla að bíða aðeins með skreytingarnar og jólalögin.

EH

Jóladagatöl fyrir snyrtivörufíkla

Á ÓskalistanumJólagjafahugmyndir

Þegar ég var lítil fengum við systkinin alltaf jóladagatal Rúv. Ég man að ég hlakkaði alltaf til að vakna á morgnanna í desember til að sjá hvað leyndist á bakvið næsta gluggann í dagatalinu.

Nú á mínum fullorðinsárum finn ég að mig langar eiginlega dáldið í jóladagatal – þó ekki þetta á Rúv, ekki nema það sé Pú og Pa (besta jóladagatal í heimi!). Nei nú langar mig í snyrtivörujóladagatal. Það eru nokkur merki sem koma með jóladagatöl á hverju ári en hingað til hefur ekkert þeirra ratað til landsins. Ég bind því vonir um að ná kannski einu á uppsprengdu verði á eBay…

Það dagatal sem er efst á óskalistanum sjáið þið hér fyrir neðan. Það er frá merkinu Benefit sem er snyrtivörumerki sem einhverjar ykkar ættu að kannast við. Ég veit ekki hvort þið trúið því en ég hef ekki enn prófað neinar vörur frá merkinu og þess vegna er upplagt að fá svona dagatal og fá að prófa vörurnar almennilega.

benefit-countdown-to-love-beauty-gift-calendar-closed-w724 benefit-countdown-to-love-beauty-gift-calendar-open-w724Mér finnst þetta ótrúlega spennandi – ef ég eignast svona veit ég þó ekki hvort ég geti setið á mér og opnað bara einn glugga á dag…. ;)

EH