fbpx

Jóladagatöl fyrir snyrtivörufíkla

Á ÓskalistanumJólagjafahugmyndir

Þegar ég var lítil fengum við systkinin alltaf jóladagatal Rúv. Ég man að ég hlakkaði alltaf til að vakna á morgnanna í desember til að sjá hvað leyndist á bakvið næsta gluggann í dagatalinu.

Nú á mínum fullorðinsárum finn ég að mig langar eiginlega dáldið í jóladagatal – þó ekki þetta á Rúv, ekki nema það sé Pú og Pa (besta jóladagatal í heimi!). Nei nú langar mig í snyrtivörujóladagatal. Það eru nokkur merki sem koma með jóladagatöl á hverju ári en hingað til hefur ekkert þeirra ratað til landsins. Ég bind því vonir um að ná kannski einu á uppsprengdu verði á eBay…

Það dagatal sem er efst á óskalistanum sjáið þið hér fyrir neðan. Það er frá merkinu Benefit sem er snyrtivörumerki sem einhverjar ykkar ættu að kannast við. Ég veit ekki hvort þið trúið því en ég hef ekki enn prófað neinar vörur frá merkinu og þess vegna er upplagt að fá svona dagatal og fá að prófa vörurnar almennilega.

benefit-countdown-to-love-beauty-gift-calendar-closed-w724 benefit-countdown-to-love-beauty-gift-calendar-open-w724Mér finnst þetta ótrúlega spennandi – ef ég eignast svona veit ég þó ekki hvort ég geti setið á mér og opnað bara einn glugga á dag…. ;)

EH

Heima hjá mér

Skrifa Innlegg

17 Skilaboð

 1. Sigurbjörg Metta

  7. November 2013

  Benefit jóladagatalið er klárlega draumadagatalið, en er eflaust frekar dýrt eins og allar benefit vörurnar!

  • Reykjavík Fashion Journal

   7. November 2013

   Heyrðu ég er búin að finna það á $99 en það er enginn sem vill senda það til mín ennþá ;)

   • Sigurbjörg Metta

    7. November 2013

    Það er nú ódýrara en ég hafði giskað á! Vonandi finnuru einhvern örlátann sem vill senda það hingað á land. Og ef þú kaupir svona dagatal þá verðuru að blogga um það, væri skemmtilegt að hafa daglegt blogg um hvern dag (eða mér myndi finnast mjög gaman að lesa það) :)

 2. Eva

  7. November 2013

  “They´re real” frá Benefit er besti maskari sem ég hef prófað. Mæli með því að kippa einu eintaki með í næstu Sephora ferð…

  • Reykjavík Fashion Journal

   7. November 2013

   já ég hef heyrt mjög góða hluti og svo mjög slæma hluti um hann. Svo ég er mjög spennt að prófa hann sjálf ;)

  • Jóna

   7. November 2013

   Þarf ekki einu sinni sephora til, þeir eru seldir í Icelandair vélunum :)
   Elska þennann maskara

 3. Aníta

  7. November 2013

  Þú mátt endilega smella inn link ef þú finnur hvar maður getur pantað sér svona unað fyrir jólin! :)

 4. Pattra S.

  7. November 2013

  Mig L A N G A R í :-)

 5. Telma Geirsdóttir

  7. November 2013

  Benefit er eitt besta snyrtivörumerki sem ég hef prófað! Það er alls ekkert mjög dýrt miðað við gæði og endingartíma. Draumadagatal : )

 6. Jóna

  7. November 2013

  Ég elska benefit, They´re real maskarinn er sá langbesti sem ég hef prófað á mín augnhár og ég er búin að prófa þá flesta, watts up highlighterinn eru mest í uppáhaldi,
  Mér finnst þetta merki ekkert svo svakalega dýrt

 7. Andrea Röfn

  8. November 2013

  Þú verður að eignast þetta til að prófa Benefit snilldina :)

 8. Málfríður

  10. November 2013

  Ég elska allt sem ég hef prufað nema þennan maskara! Keypti 2stk því ég hélt hann væri svo góður en finnst hann ekki gera neitt meira en lita augnhárin…

  • Reykjavík Fashion Journal

   11. November 2013

   Já ég hef einmitt heyrt svona umsagnir og svo líka frá fólki sem elskar maskarann :) Ég verð að fara að prófa þetta til að geta myndað mér mína eigin skoðun ;)