fbpx

Heima hjá mér

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Undanfarið hef ég fundið fyrir því að ég er alveg sjúk í kertastjaka. Ég vil helst hafa nóg af fallegum kertastjökum með logandi kertum í kringum mig. Nýlega bættust tveir í safnið mitt þó annar sé bara í láni – eigandinn tók það skýrt fram. Hana skil ég mjög vel og ætla að njóta hans á meðan hann er hér í pössun. Seinna vona ég þó að ég fái minn eigin sem ég get notið öllum stundum.kertastjakar4kertastjakar3

Hér sjáið þið 5 af mjög mörgum kertastjökum sem eru í notkun núna. Þessir 3 hvítu sem eru fremst á myndunum eru úr Söstrene Grene. Þá keypti ég fyrir um það bil ári síðan. Hinir tveir eiga sína sögu hvor.

kertastjakar2

Þessi dásamlegi iitala kertstjaki hefur lengi verið á óskalistanum mínum – eiginlega í hvaða stærð sem er. Finnska merkið iitala er í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum þar sem Aðalsteinn á ættur að rekja þangað en amma hans er frá Finnlandi og flutti hingað til lands ung kona. Ég var að segja annarri tengdamömmu minni (ég er svo heppin að ég á tvær ;)) frá því að ég hefði fengið minn fyrsta iitala kertastjaka í afmælisgjöf og að þar sem ég ætti nú stjaka frá merkinu fyrir sprittkerti væri næst á listanum að eignast einn fyrir löng kerti. Hún tilkynnti mér þá að hún ætti einn þannig, þar sem ég hafði aldrei séð hann neins staðar heimtaði ég að fá að sjá þennan grip og sagði henni að það mætti ekki fela svona grip inní skáp þar sem ég sá svo að hann var geymdur. Hún bauð mér þá að fá hann í smálán sem ég var ekki lengi að samþykkja :)

kertastjakarKertastjakin sem þið sjáið aftast á þessari mynd á sér skemmtilega sögu. Hann var nefninlega ekki alltaf kertastjaki. Ég er heilluð af hlutum með sögu og sérstaklega þeim sem eiga sér bara annað líf. Þennan stjaka fann ég í versluninni Fröken Blómfríður á Akureyri en honum féll ég fyrir þegar ég fékk að heyra að þessi stjaki hefði eitt sinn verið fótur á píanói. Nú þegar ég horfi á fallega stjakan minn hugsa ég um alla fallegu tónlistina sem hefur verið leikin á hljóðfærið sem hann tilheyrði eitt sinn. Hlutir eru greinilega alls ekkert alltaf ónýtir – þeim má gefa nýtt líf og nýjan tilgang.

Kertin eru ýmist úr Tiger eða Rúmfatalagernum en þessi finnst mér langbest þegar kemur að svona löngum kertum.

EH

Great minds think alike

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Karen María

    5. November 2013

    Þeir fara ótrúlega fallega saman þessir stjakar!