fbpx

Great minds think alike

ChanelDiorneglur

Fyrir haustið komu tvö stærstu tískuhúsin með óhugnalega svipaða liti af nagalalökkum á markaðinn. Lökkin voru partur af haustlínum merkjanna og komu út á sama tíma. Hafandi heyrt sögur af því hvernig er komið í veg fyrir að merki sem eru í eigu sama snyrtivörufyrirtækisins er haldið aðskildum þá á ég mjög erfitt með að sjá hvernig í ósköpunum þetta ætti að hafa gerst viljandi. Mér þykir lang líklegast að þetta hafi verið alveg óvart og mér finnst þetta mjög skemmtileg tilviljun.

Bæði lökkin eru ljós á litinn og með sanseraðri perluáferð. Mikil áhersla hefur verið á perlur hjá tískuhúsinu Chanel undanfarið svo það kemur kannski ekki mörgum á óvart að það komi naglalakk með sömu áferð frá merkinu.

Að sjálfsögðu hefur það alveg komið fyrir áður að svipaðir litir koma frá merkjum á sama tíma en þessi naglalökk eru að mínu mati óhugnalega lík – hvað segið þið?

einsneglur4Hér sjáið þið naglalökkin standa hlið við hlið. Myndin er tekin mjög nálægt eins og þið sjáið svo munurinn sem er smá sjáist betur. Í fjarlægð virðast þetta samt nánast sömu lökkin.

einsneglur2

Dior liturinn nefnist Destin og er nr. 382.

einsneglur5

einsneglur3

 Chanel lakkið nefnist Rose Moire og er nr 593.

einsneglur

Ef þið skoðið myndirnar af því hverng lökkin koma út á nöglunum mínum þá sjáið þið að Dior lakkið er greinilega með mun þéttari lit og ekki jafn mikilli perluáferð og lakkið frá Chanel. Lakkið frá Chanel er meira útí bleikt en það frá Dior finnst mér meira útí brúnt.

Alveg eins og með fatnaðinn þá setja leggja þessi flottu tískuhús línurnar fyrir ódýrari merkin sem koma svo líklega með svipaða liti á næstunni – það efast ég ekki um :)

EH

Talk That Talk

Skrifa Innlegg