fbpx

HELGARINNLITIÐ: DÖKKMÁLAÐ & TÖFF

Heimili

Þetta heimili er sérstaklega fallegt með dökkmáluðum veggjum og húsgögnum í stíl. Fagurmáluð bleik skrifstofan sem virðist einnig vera fataherbergi vakti athygli mína ásamt dásamlegu dökkmáluðu svefnherbergi. Enn eina ferðina er ég minnt á drauma sófaborðið mitt sem ég hef verið með á heilanum í nokkur ár. En það er Gae Aulenti hjólaborðið fræga, ég var komin með tilboð í hert gler sem ég ætlaði að láta bora í fyrir dekkjum í svipuðum stíl en stoppa alltaf þegar ég sé fyrir mér annaðhvort stórslys eða að ég þurfi alltaf að vera með tuskuna á lofti. En hinsvegar langar mig í svona ferhyrnt sófaborð til að stilla upp blómum og bókum…

Aldrei tekst mér að búa svona fallega um rúmið…

Myndir via

Svefnherbergið er algjört æði, eruð þið ekki sammála því eða reyndar allt heimilið í heild sinni. Ég persónulega hefði þurft meira af litum í alrýmið á meðan að það skiptir minna máli í svefnherberginu. En þrátt fyrir það er ég alveg bálskotin og finnst koma einstaklega vel út að halda veggjum hvítum en mála alla lista, hurðar, gluggakarma og ofna í svörtum lit – mjög töff!

Eigið góða helgi!

10 BJÚTÍFÚL SKÁPAR & SKENKAR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Gunni

    29. May 2017

    Veistu hvaðan borðstofuborðið er ?? Very Nice !

    • Svart á Hvítu

      30. May 2017

      Ég þekki þetta því miður ekki, hef séð sambærileg frá House Doctor en síðan gæti þetta jafnvel verið sérsmíðað:)

    • Ásdís

      30. May 2017

      Þetta eru allavega borð “búkkar” úr Ikea sem heita Lerberg, og svo er platan eflaust heimagerð/sérsmíðuð ;-)