HELGARINNLITIÐ: DÖKKMÁLAÐ & TÖFF

Heimili

Þetta heimili er sérstaklega fallegt með dökkmáluðum veggjum og húsgögnum í stíl. Fagurmáluð bleik skrifstofan sem virðist einnig vera fataherbergi vakti athygli mína ásamt dásamlegu dökkmáluðu svefnherbergi. Enn eina ferðina er ég minnt á drauma sófaborðið mitt sem ég hef verið með á heilanum í nokkur ár. En það er Gae Aulenti hjólaborðið fræga, ég var komin með tilboð í hert gler sem ég ætlaði að láta bora í fyrir dekkjum í svipuðum stíl en stoppa alltaf þegar ég sé fyrir mér annaðhvort stórslys eða að ég þurfi alltaf að vera með tuskuna á lofti. En hinsvegar langar mig í svona ferhyrnt sófaborð til að stilla upp blómum og bókum…

Aldrei tekst mér að búa svona fallega um rúmið…

Myndir via

Svefnherbergið er algjört æði, eruð þið ekki sammála því eða reyndar allt heimilið í heild sinni. Ég persónulega hefði þurft meira af litum í alrýmið á meðan að það skiptir minna máli í svefnherberginu. En þrátt fyrir það er ég alveg bálskotin og finnst koma einstaklega vel út að halda veggjum hvítum en mála alla lista, hurðar, gluggakarma og ofna í svörtum lit – mjög töff!

Eigið góða helgi!

INNBLÁSTUR: SVARTIR VEGGIR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Svartir veggir virðast ætla að verða einn af þessum endalausu höfuðverkjum mínum, á ég að þora? Ég er alveg heilluð af þessum stíl, útkoman getur nefnilega verið mjög hlýleg eins og þið sjáið á myndunum hér að neðan, en það skiptir máli að velja réttan lit því svartur er ekki það sama og svartur! Sumir ganga svo langt og mála svarta veggi í barnaherbergi en ég þyrfti nú að byrja á saklausara rými eins og ganginum eða svefnherberginu. Heimilið mitt grátbiður mig þessa dagana um smá make-over, það er orðið þreytt á tilbreytingarleysi húsráðandans enda er ég mjög vanaföst kona og hlutir oft óhreyfðir í marga mánuði í senn. Ég dáist að konum sem nenna að vera stanslaust að breyta heimilinu sínu og prófa nýjar uppraðanir (vá hvað það hljómar óspennandi að lesa “og prófa nýjar uppraðanir” haha) Og ég dáist líka að þeim sem þora að mála dökkt á veggi heimilisins. Því er ekki að neita að þetta er töff, en það þarf að byrja á því að þora…

Myndir via Svart á hvítu Pinterest 

Myndir þú þora?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211