fbpx

HEIMSINS FALLEGUSTU GARDÍNUR

HeimiliPersónulegtSamstarfStofaSvefnherbergi

Mig hefði ekki grunað að það væri hægt að verða alveg bálskotin í gardínum en það er tilfellið eftir að ég setti upp nýju gardínurnar mínar frá Z brautum og gluggatjöldum sem ég fékk í gjöf – ég er bókstaflega ástfangin af þeim ♡

Eftir að hafa farið fram og tilbaka með það hvernig gardínur ég vildi til að gera herbergið okkar dálítið huggulegt þá varð fyrir valinu New Wave gardínur með 100% rykkingu í “hör” efni. New Wave er glænýtt kerfi sem gefur dýpri bylgjur og ég er að elska útkomuna, það er þó að sjálfsögðu hægt að velja hvaða efni sem er fyrir New Wave t.d. gegnsætt Voal. Í þessum gardínupælingum mínum og samstarfi kynntist ég eiganda Z brautum, henni Guðrúnu sem var mín hjálparhönd í þessum frumskógi sem gardínur geta verið og kynnti mig fyrir öllu því nýjasta í gardínuheiminum (án gríns það eru tæknibyltingar að koma þar inn). Upphaflega vissi ég nákvæmlega ekkert um gardínur og mig hefði ekki grunað að það væri í raun mikið úrval til af slíku. Ég hafði legið yfir myndum af fallegum gardínum á Pinterest til að finna út hverju ég heillaðist mest af og skrifaði jafn framt þessa færslu hér um leit mína af hinum fullkomnu gardínum og hér er enn önnur frá árinu 2014. Hlýlegt efni í hörlíki varð loks fyrir valinu og þessar stóru bylgjur eru alveg æðislega fallegar.

Mér líður orðið alveg ótrúlega vel á þessu litla heimili okkar og sé ekki eftir að hafa fengið mér svona glæsilegar gardínur – ég mun vissulega flytja þær með mér þegar við eignumst nýtt heimili því svona gardínur eru framtíðareign. Það er svo stutt síðan að ég var með ekkert nema þrýstistöng með teppi á fyrir gluggum ótrúlegt en satt.

Ég fékk mér einnig myrkvunartjöld frá Z brautum í hvítum lit – ég var búin að kaupa staðlaðar úr annarri verslun sem pössuðu svo ekki og fékk svo sérsniðnar akkúrat í þessa glugga og þvílíkur munur að sofna með myrvkunargluggatjöld ahhhhh.

Rétt áður en ég tók myndirnar í gær hafði ég þó verið að fikta í bylgjunum og svissa þeim (inn varð út) og áttu þær þarna eftir að jafna sig neðst, í dag eru bylgjurnar 100% fullkomnar.

 

Hérna sjáið þið smá á bylgjunni neðst eftir að ég hafði svissað þeim en þetta efni er ótrúlega fljótt að jafna sig á krumpum sem er vissulega mikill kostur. Neðst á gardínunum er blíþráður sem þyngir vængina svo þeir haldast nokkurn veginn á sínum stað.

// Grái liturinn á veggnum er Soft Paris frá Sérefni.

Hér má sjá áferðina á efninu sem er svo falleg.

Færslan er í samstarfi við Z brautir og gluggatjöld og fékk ég gardínurnar í gjöf. 

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til okkar aðstæðna þá búum við tímabundið hjá foreldrum mínum í 20 fm herbergi og því munar öllu að geta gert svona litlar breytingar sem breyta þó öllu andrúmsloftinu til hins betra. Mér líður alveg innilega vel að koma inn í herbergið núna og þetta ár verður enga stund að líða þegar umhverfið veitir svona góða orku og vellíðan.

Væru aðstæður öðruvísi í dag en þær eru þá hefði ég mögulega valið ljósgrátt hör efni eða ljósbleikt á mismunandi herbergi, sjáið t.d. á þessu glæsilega heimili hér, til skiptis brúnar og hvítar og útkoman er stórglæsileg. Það má aldeilis leika sér með gardínur eins og liti á veggjum, sjáið einnig hér á heimili Mörtu Maríu á Smartlandi, ólíkir litir á gardínum eftir rýmum – ótrúlega smart!

Mér finnst hálf ótrúlegt að ég hafi ekki verið búin að þessu mikið fyrr og sé fyrir mér hvað stofan mín á Austurgötunni hefði verið tryllt með svona gardínum – næsta heimili verður með gólfsíðum gardínum í öllum rýmum.

HÖNNUNARMARS - HVAÐ ER MÖST AÐ SJÁ!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. -

    20. March 2018

    Rosalega fallegar en mikið finnst mér leiðinlegt hvað það er óskýrt alltaf hvort um samstarf sé að ræða eða ekki í færslum eins og þessum hjá þét.

    • Svart á Hvítu

      20. March 2018

      Sæl, takk fyrir þessa athugasemd.
      Í línu 8 tek ég fram að þetta var í samstarfi?
      En til að það sé á hreinu þá eru 90 % færslanna hjá mér ekki unnar í samstarfi við fyrirtæki eða verslanir:)

  2. Guðrún Sørtveit

    20. March 2018

    Allt svo fínt og flott hjá þér <3 Nenniru að koma heim til mín og gera svona fínt? haha :-)

  3. Pingback: RÁÐHERRA FÆR SÉR KÖTT SEM HANGIR Í GARDÍNUM | Eiríkur Jónsson