fbpx

INNBLÁSTUR : 36 FALLEGAR GARDÍNUR

Fyrir heimilið

Ég er í gardínuhugleiðingum þessa dagana og ætti í raun að vera búin að leggja inn pöntun þar sem við erum ekki með neitt fyrir gluggunum eins og er nema þunnt teppi á nóttunni. Fyrst og fremst þarf ég að setja upp myrkunargardínur í gluggana fyrir betri svefn en núna ætla ég einnig loksins að láta verða að því að setja upp gólfsíðar gardínur til að gera heimilið örlítið huggulegra. Við erum eins og áður hefur komið fram í mjög litlu herbergi og þá einmitt þykir mér tilvalið að setja upp svona síðar gardínur, því sjónrænt geta þær einnig ýkt lofthæð ef þær eru látnar ná frá lofti og niður í gólf og gefa þá tilfinningu fyrir stærra rými. Ég fékk þá ábendingu (hæ mamma) að það væri eflaust ekki sniðugt þar sem þær myndu taka svo mikið pláss og minnka jafnvel rýmið, en ég held einmitt að því sé öfugt farið og það verði svo miklu heimilislegra fyrir vikið.

Mér var boðið í síðustu viku í heimsókn í verslunina Z brautir og gluggatjöld þar sem ég fékk kynningu á öllum þeim möguleikum sem í boði eru fyrir glugga og mér brá hálfpartinn hvað þetta er mikið úrval. Ég hef verið að velta fyrir mér hlýlegum gardínum úr einhverskonar bómullar eða hör efni en ekki þessum klassísku hvítu Voal sem eru þó ofsalega fallegar. / Sjá færslu frá Karen Lind um Voal.

Ég hef þó verið með mikinn valkvíða yfir hvað skal velja eftir heimsóknina og datt í hug að sanka að mér fallegum myndum sem sýna ólíkar gardínur til að fá betri tilfinningu fyrir því hvað heilli mig mest. Ég hafði einnig ekki gert mér grein fyrir að það þarf einnig að ákveða rykkingu og því er eflaust gott að hafa skoðað nokkrar myndir áður en kíkt er í heimsókn í gardínu verslun. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvað ég kem til með að velja í herbergið!

Vonandi veita þessar myndir ykkur innblástur, og ef ykkur líkar færslan megið þið endilega smella á hnappinn hér að neðan til að fleiri njóti ♡

Instagram @svana.svartahvitu

NÝJA HEIMILIÐ - FYRIR & EFTIR

Skrifa Innlegg