fbpx

Voal – hlýlegar gardínur

Það kom ekkert annað til greina en Voal gardínur fyrir hæðina sem við tókum nýlega í gegn. Ég verslaði við Z-Brautir og Gluggatjöld eftir að hafa gert verðsamanburð í þessum helstu gluggatjaldaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Voal gardínurnar eru svo hlýlegar og gera alveg svakalega mikið fyrir allt rýmið. Ég er með þær inn í stofu, borðstofu og eldhúsrýminu. Þegar ég setti þær fyrst upp dró ég ósjálfrátt inn andann og sagði “VÁ”. Einn glugganna er svo rosalega stór og mér finnst gardínurnar fullkomna sig þar. Þessi færsla er smá teaser en ég birti lokaútkomuna þegar sófaborðið og innréttingin í eldhúsinu er klárt. Það ætti að vera á næstu tveimur til þremur vikum. Ég er með DHL kassa sem sófaborð þessa stundina, haha. Ég hef sýnt þetta á snapchat við góðar undirtektir… það er eiginlega ekki annað hægt en að finnast þetta kósí :)

Þegar ég sýni lokaútkomuna ætla ég að útskýra fyrir ykkur hvernig ég vildi hafa gardínurnar.. það eru nokkur trix í bókinni sem láta þær líta extra vel út.. ok kannski ekki nokkur en þau eru tvö að mínu mati :-)

Screen Shot 2016-10-28 at 12.49.46 PM

Screen Shot 2016-10-28 at 12.49.57 PM

Screen Shot 2016-10-28 at 12.50.28 PMScreen Shot 2016-10-28 at 12.50.48 PM

Til samanburðar tók ég myndir með og án flash. Þær eru alhvítar en það er einnig hægt að velja örlítið kremaðri týpu.

Screen Shot 2016-10-28 at 12.51.35 PM

Ég ætla að spara orðin þar til næst – en þá geri ég ítarlegri færslu um gardínurnar.. held það sé gott því ég hef fengið svo margar fyrirspurnig um þær á snapchat (karenlind).

Kærar kveðjur,

karenlind1

DIY sófaborð

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Edda Rós

    28. October 2016

    Æði! Bíð spennt eftir að sjá lokaútkomuna ;)