fbpx

GUÐDÓMLEGA FALLEGT ELDHÚS Á GLÆSTU DÖNSKU HEIMILI

BarnaherbergiEldhúsHeimili

VÁ er besta orðið til að lýsa þessu dásamlega fallega og bjarta heimili sem staðsett er á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Eldhúsið vakti samstundis athygli mína, birtan flæðir inn um bogadregna gluggana og fallegir upprunalegir skrautlistar frá 1909 setja sinn sjarma á rýmið og útkoman er mjög glæsileg. Ljós blágráar eldhúsinnréttingar með fulningarhurðum og marmaraborðplötu setja hlýlegan svip á eldhúsið, og glerskápur fylltur með smekklegum eldhúsmunum í bland við þekkta hönnun gefur herberginu þennan persónulega blæ. Eldhúsborðið er frá Gubi og klassískir Y stólar frá Carl Hansen eru við það og guðdómlega falleg ljós frá Anour og Aqua Creations hanga yfir eldhúsborðinu og eyjunni.

Ljósið yfir eyjunni er frá spennandi hönnunarmerki sem heitir Aqua Creations – en fæst því miður ekki á Íslandi. Þetta er sami framleiðandi og hannar gólflampann í stofunni sem mun líka vekja athygli ykkar.

Þessi glerskápur og allt sem í honum er, er draumur! Borðið og stólarnir fást í Epal.

Glæsileg dönsk hönnun prýðir heimilið, en persónulegir munir eins og þessi púði setja sinn svip á munina.

Gangurinn er málaður í björtum ljósbláum lit sem er alveg æðislegur. Mun einnig komast að því hvaða litur þetta er!

Lato hliðarborðið frá &tradition er fallegt á marmarafæti (Epal) og 2097 ljósakrónan frá Flos (Lumex) trónir yfir miðju stofunnar.

Vá hvað það kemur vel út að mála einn vegg með gull málningu (fæst t.d. hjá Sérefni). Og Montana wire hillur í gylltu (voru í takmörkuðu upplagi) passa vel við.

Vertigo ljós (Haf store) skreytir borðstofuna og hér spilar glerskápur með persónulegum munum og bókum stórt hlutverk.

Þessi blái litur er dásamlegur, mér dettur helst í hug Krickelins dimblå (Sérefni), og ég mun uppfæra færsluna þegar ég kemst að niðurstöðu. Fer svo vel við hvíta listana og veggfóðrið á baðherberginu.

Drauma ljósbleikt barnaherbergi! Þessi litur er mjög líkur þeim sem við erum með á herbergi Birtu dóttur okkar. Og sjáið hvað kemur vel út að mála skápinn í sama lit og vegginn. Ro stóll frá Fritz Hansen hlýtur að vera sérlega þægilegur fyrir foreldrana að sitja í og lesa fyrir háttinn.

Þetta horn verður að fá að fylga með í færslunni, með útsjónarsemi hefur hér á smekklegan hátt verið falið líklega rafmagnstafla eða lagnir. Mæli með ferð í Sérefni fyrir svona pælingar – listar og rattan efni.

Guðdómlegt baðherbergi innaf hjónaherberginu.

Myndir : Anna Rewentlow fasteignasala

Dásamlegt ekki satt? Hér gæti ég búið ♡

DIY // GLÆSILEGT FATAHERBERGI ÚR PAX SKÁPUM FRÁ IKEA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Halla

    20. January 2022

    Það má með sanni segja. Vikilega fallegt.