fbpx

FÍNT Á 40 FERMETRUM

Heimili

Ég er sérleg áhugamanneskja um litlar íbúðir og hvernig er hægt að gera þær huggulegar. Það er oft mikil áskorun og ég tala nú ekki um ef að þessi litla íbúð er full af dökkum innréttingum, hurðum eða gólfefni.

Þessi íbúð hér að neðan er aðeins 40 fermetrar en ber það svo sannarlega ekki með sér, hvíti liturinn hefur mikið með það að gera en við vitum jú að hvítur litur lætur rýmin líta út fyrir að vera stærri. Þó er hættan við alhvít rými að þau verði kuldaleg og þá skiptir miklu máli að koma inn með smá hlýju í litum og efnum, t.d. mottur, gardínur ásamt teppi og púðum á sófann.

m_zps42cc96ee mmm_zpsc27df54b mmmm_zpse94b2ee1 mmmmm_zps2848fefd mmmmmm_zps0513521b mmmmmmm_zps8a01061dSFD11429D11DBBF4C8A80E08925E8AFB7E0 SFD78DB62EFE86940139309E4C4AF03FE5C

 Þetta er fullkomin stúdentaíbúð, og mikið væri nú gaman ef að verktakarnir sem sjá um byggingar á slíkum íbúðum hér heima hefðu það á bakvið eyrað að hvítt er alltaf málið þegar kemur að litlum leiguíbúðum. Stundum mætti nefnilega halda að það sé verið að gera grín í leigjendum, sérstaklega í íbúðum sem ætlaðar eru nemendum háskólanna, vinkona mín fékk eitt skiptið úthlutaða íbúð með appelsínugulum gólfdúk! Já, appelsínugulum.

Svíarnir hefðu nú hlupið hratt í burtu frá þeirri íbúð:)

Þessi hér að ofan er staðsett í Svíþjóð og er til sölu hér. 

LITLA 55 FM ÍBÚÐIN OKKAR

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Ágústa Harrysdóttir

    30. May 2014

    Litlar íbúðir eru snilld! Kv úr 37fm ;) hehe
    En meira en sammála með hvíta litinn!

  2. Þórhildur

    30. May 2014

    Veistu nokkuð hvaðan fallegi hvíti tréstóllinn er?

    • Berglind Bergmann

      1. June 2014

      Ég held að þetta sé stóll eftir einan af þessum sænsku húsgagnasmiðum, t.d. yngve ekström eða eitthvað álíka.

  3. Þessi íbúð er dásamlega og vá hvað ég er sammála með hvíta litinn og helst ljóst viðargólf. Vinkona mín sem einmitt býr í stúdentagörðunum er með grænann gólfdúk á gólfinu hjá sér. Svaka lekkert.

    • Svart á Hvítu

      30. May 2014

      Hahahah ok grænn er verri! úfff… ég veit ekki hvað ég myndi gera:)

  4. Helga Jóhannsdóttir

    30. May 2014

    Ég var einmitt að flytja út úr stúdentaíbúð núna á dögunum eftir að hafa verið þar í 4 mánuði, gólfdúkurinn var blár, eldhúsinnréttingin var ljósblá með rauðum höldum og rauðum eldhúsbekk, fataskápurinn var í sama stíl og eldhúsinnréttingin og baðherbergið ALVEG rautt – með einu orði : HRÆÐILEGT. Skil ekki afhverju það er hægt að hafa þetta klassískt, því maður má náttúrulega ekki breyta einu né neinu í svona íbúðum!

    • Svart á Hvítu

      31. May 2014

      Hahahaha ok það er bara oooof mikið! Skil þig
      að hafa flutt út:)

  5. Sigurbjörg Metta

    31. May 2014

    Ég leigði íbúð hjá verkalýðsfélaginu mínu í nokkra daga fyrir stuttu, eldhúsinnréttingin þar var bleik.. Ekki fölbleik heldur alveg neon bleik!

  6. Anonymous

    6. August 2014

    Margir yrðu þakklátir fyrir það eitt að fá úthlutaða stúdentaíbúð.