fbpx

LITLA 55 FM ÍBÚÐIN OKKAR

HeimiliPersónulegt

Það er við hæfi að birta í síðasta skiptið myndir frá þessu heimili okkar því það eru aðeins 2 dagar í nýja heimilið. Ég hef versnað í frestunaráráttunni minni og hef reynt nokkrum sinnum undanfarna daga að pakka niður, en alltaf enda ég á því að raða bara til hlutum eða flokka í skúffum og skápum. -Því er enn sem komið er ekkert komið ofan í kassa og einn gráhærður kærasti á kantinum því “það má ekki setja allt í kassa fyrr en að ég er búin að taka myndir”. Hér koma því myndirnar:)

Eins og ég hef komið inn á áður þá er íbúðin okkar mjög lítil, ekki nema 55 fermetrar, eitt svefnherbergi, baðherbergi og svo alrými þar sem eldhús, stofa og “forstofa” eru saman. Það eru þó margir kostir við það að búa smátt og það hefur farið alveg einstaklega vel um okkur hér. Helsti gallinn við þessa íbúð hefur mér þótt að hafa ekki forstofu og þurft að hafa fataskáp og oft nokkur skópör inní stofu. Ég bíð því spennt eftir að hafa forstofu á næsta stað!

IMG_0578

Miðpunktur heimilisins er borðstofan/eldhúsið.

IMG_0555

Horft fram úr svefnherberginu. Þessi tímaritabunki fær að fara upp í hillu á næsta stað, það er nánast ómögulegt að komast í gömul blöð! Fyrir framan svefnherbergið kom ég fyrir stórum spegli sem ég átti til, það er extra gaman að sjá sig alla morgna nýskriðna á lappir haha.

IMG_0563

Uppáhalds svanaóróinn minn frá Flensted, þessi fær að fara í barnaherbergið.

IMG_0557

Plakatið er frá Scintilla, og þessa tekkmubblu fengu amma og afi í brúðkaupsgjöf.

IMG_0586

Horft úr eldhúsinu yfir í stofuna. Þarna sjáið þið best hversu þröngt er hér í raun og veru:) Þarna er nefnilega að sjá innganginn í íbúðina. Þetta er reyndar fjölbýli svo það er smá gangur fyrir framan, en það eru tvær íbúðir á hverri hæð og ég hef fengið að geyma nokkur skópör frammi á gangi svo allir skórnir okkar skreyti ekki stofuna:)

IMG_0592 IMG_0598

Þarna má einnig sjá ummerki um frestunaráráttuna mína, ég hef nefnilega ekki ennþá komið mér í það að negla neina nagla í veggina og því hanga þessar tvær myndir á tveimur nöglum sem voru hér fyrir skakkar og fínar (!) Finnst ykkur ég ekki vera smekkleg:)

IMG_0600

Ég er smá skotin í þessari “bók” sem ég fann í Söstrene um daginn, fín til að geyma t.d. fjarstýringar og annað sem þykir ólekkert.

IMG_0601

Hvað er ég að sýna ykkur þetta… þarna má nefnilega sjá stafla af myndum sem eru enn að bíða eftir því að vera hengdar upp á vegg:) Uten Silo hillan kemur sér vel við innganginn til að henda af sér þessu helsta og kemur í veg fyrir að ég týni lyklum t.d.

IMG_0615

Litríkir geymslukassar frá HAY, og skenkurinn minn eini sanni sem Andrés smíðaði.

IMG_0617

Uppáhaldsstóllinn minn eftir Kjarval, hann er reyndar orðinn húsbóndastóllinn hans Betúels núna. Þarna átti einnig alltaf að koma þessi fíni myndaveggur, en það er víst orðið of seint núna. -Sem betur fer reyndar því það þarf því lítið að sparsla og mála!

IMG_0625

Horft inn í eldhúskrók frá sófanum, til hægri má sjá baðherbergishurðina.

IMG_0627

Að pússa borðið og bera á það er á to do listanum. Eruð þið að tékka á þessum fínu ókeypis “blómum” úr garðinum!

IMG_0622 IMG_0631

Smáhlutirnir í eldhúsinu…(safnarinn ég).

IMG_0632

Bestu servíettur sem ég hef átt “Eat more of what makes you happy”. Svo er bókin hennar Rósu alltaf jafn góð til að grípa í.

IMG_0633

Krítarveggurinn góði sem kemur sér vel fyrir manneskju eins og mig sem sumir náskyldir mér telja að sé með “alzheimer light”.

IMG_0635

Mikið sem ég elska að eiga svona djúpar gluggakistur til að raða fíneríi.

IMG_0638

Verið velkomin inn á baðherbergi. P.s. það er ekkert grín hvað þessi kisi er athyglissjúkur, þarna kýs hann að fá að drekka vatnið sitt, ferskt beint úr krananum.

IMG_0644

Ég býð ykkur nú ekki til að sjá allt heimilið okkar en sleppi svefnherberginu! Hvítar Malm kommóður frá Ikea eru bráðnauðsynlegar undir fötin, það er reyndar líka fataskápur í herberginu en við vildum aukafataslá og því var þessi hengd upp í loftið. Mjög fín lausn fyrir smáar íbúðir.

IMG_0576

 Ein aukamynd sem mér þykir vera svo falleg. Ég átti nefnilega í mestu erfiðleikum með Betúel á meðan að myndatökunni stóð, hann gerði í því að fara akkúrat á þann stað sem ég var að mynda, þið eruð heppin að mér tókst að taka nokkrar án hans.

Næst fáið þið að sjá nýja heimilið sem er aðeins örfáum húsum í burtu, nokkrir auka fermetrar verða mjög vel þegnir sem og aukaherbergið líka og ég tala nú ekki um vinnustofuna. Við sem vorum reyndar svo sátt í þessari íbúð þrátt fyrir smá þrengsli, því á ég von á því að við verðum extra happy á næsta stað! Ég er allavega spennt að komast að því!

P.s. við vorum ekki að kaupa, erum ennþá sátt á leigumarkaðnum:)

Þangað til næst,

-Svana

AFMÆLISÚTGÁFA OMAGGIO VASANS

Skrifa Innlegg

36 Skilaboð

  1. Silja M

    28. May 2014

    Vá hvað heimilið ykkar er fallegt! Hlakka til að sjá hvernig þú útfærir það næsta :)

  2. Sigrún Bjarnadóttir

    28. May 2014

    Yndislegt heimili! Ekkert smá mikið af fallegum hlutum. Kveðja úr 30 fermetrunum í London :)

  3. Mæja

    28. May 2014

    Rosa flott íbúð! hvar keyptiru svona hangandi fataslá? :)

    • Svart á Hvítu

      28. May 2014

      Þetta er bara fataslá sem ég lét saga í rétta lengd og keðjur úr Byko:)

  4. María

    28. May 2014

    En fallegt og huggulegt heimili!

  5. Solla

    28. May 2014

    Falleg íbúðin ykkar :) Hvar fékkstu hvítu hilluna sem er í eldhúsinu?

    • Svart á Hvítu

      28. May 2014

      Takk fyrir, hillan heitir String og fékkst í Epal… til í allskyns útfærslum, litum og efni:)

  6. Lilja

    28. May 2014

    Ótrúlega fallegt hjá ykkur :)

  7. inga

    28. May 2014

    váá en fallegt ! Hvaðan eru rúmfötin annars?:)

  8. Lára

    29. May 2014

    Vá, fínt! Hvar fékkstu annars Andy Warhol myndina, og þessa frá Scintilla?

    • Svart á Hvítu

      29. May 2014

      Andy Warhol plakatið fæst bara í Moderna safninu í Stokkhólmi… hvergi annarsstaðar því miður! Og scintilla myndina fékk ég í Spark design space fyrir nokkrum árum… hún er ekki framleidd lengur í þessari týpu, en mig minnir að það séu einhver plaköt ennþá til frá Scintilla:)
      -Svana

  9. Hanna Dís

    29. May 2014

    Fín íbúðin sæta, gangi ykkur vel á næsta stað!

  10. Sigurbjörg Metta

    29. May 2014

    Mjög falleg íbúð og greinilegt að þú ert mjög mikið fyrir hönnunarvörur! Geturu nokkuð sagt mér hvar ég get fundið HAY rúmfötin og hvað þau kosta? :) Mig er búið að dreyma um þau síðan ég sá færsluna um HAY rúmfötin hjá þér, ég er viss um að maður sefur mikið betur með svona falleg rúmföt.

    • Svart á Hvítu

      29. May 2014

      Þau fást bara í Epal á Íslandi…. minnir að þau séu á um 12 þús kr. settið, ekki alveg 100% samt… en mjög góð rúmföt og þau halda vel gæðunum eftir marga þvotta:)

  11. Gerður Guðrún

    29. May 2014

    Vá!!! Innilega til hamingju með þessa yndislegu fallegu íbúð, þú ert snillingur!!

  12. Birna Helena

    29. May 2014

    Fallegt heimili og mér finnst Betúel bara gera myndirnar heimilislegri. Home without a cat is just a house ;)

  13. Soffia

    29. May 2014

    Æðisleg íbúð, hvað fékkstu plöntuna, sem er í hillunni hliðiná iittala skálinni. – er búin að leita út um allt af fallegum sígrænum plöntum en finn ekkert.

    • Svart á Hvítu

      29. May 2014

      Takk fyrir, ég fékk hana í Garðheimum fyrir ca mánuði síðan… það var til ágætis úrval þar:)

  14. Harpa

    29. May 2014

    fallegt heimili og ást á köttinn :) elska athyglissjúkar kisur

  15. Kristín

    29. May 2014

    Hvar fékkstu ljósið hér á Íslandi og hvað kostaði það? Er þetta Tom Dixon?

    • Svart á Hvítu

      30. May 2014

      Þetta er Tom Dixon já, ég keypti mitt notað á barnalandi á spottprís… einhvern 30þús kall… Það kostar um 80+ nýtt minnir mig, -í Lúmex.
      -Svana:)

  16. Birgitta

    29. May 2014

    Virkilega falleg íbúð. Hlakka mikið til að sjá næstu :)

  17. Guðrún

    30. May 2014

    Fallegt heimili. Hvaðan eru gardínurnar?

    • Svart á Hvítu

      30. May 2014

      Úff ekki hugmynd… er bara að leigja, svo þær fylgdu íbúðinni:) Eflaust bara Ikea…

      • Guðrún

        30. May 2014

        Haha okei :)

  18. Inga Rós

    30. May 2014

    Falleg íbúð og kisinn gerir myndirnar ennþá fallegri :)

  19. Harpa

    21. June 2014

    hvar fékkstu hay lup kertastjakann?? og hvað kostaði hann?

    • Svart á Hvítu

      21. June 2014

      Hæhæ, hann fæst í Epal, kostaði uþb. 4þús minnir mig:)