fbpx

FALLEGT JÓLASKRAUT ÚR ÖLLUM ÁTTUM

Jól

Er jólaskrautið komið upp? Hægt og rólega bætist við jólaskreytingar á mínu heimili en tréð fór óvenju snemma upp í ár vegna jólaverkefnis sem við fjölskyldan tókum að okkur en þó langar mig að bæta við núna þegar 2 vikur eru til jóla.

Á hverju ári vel ég eitthvað nýtt og fallegt jólaskraut til að bæta við safnið og það er svo sannarlega úr mörgu fallegu að velja. Rauðu glerjólakúlurnar frá iittala hafa lengi heillað mig, ásamt því er ég einnig alltaf hrifin af óhefðbundnu jólaskrauti á tréð sem vekur gjarnan bros, rauður varalitur eða Chanel veski heillar.

Klassískt jólapunt eins og hvítar pappírsstjörnur, grænt greni, gylltar stjörnur og að ógleymdum jólailmkertum er einnig alltaf eitthvað sem bæta má við jólasafnið ♡

Pappírsstjarna frá Watt & Weke, fæst í Dimm. // Iittala rauðar jólakúlur, fást hjá söluaðilum iittala. // Fallegur grænn krans, fæst hjá Póley. // Rauður varalitur, fæst hjá Purkhús. // Gyllt jólastjarna, fæst hjá Ramba. // Voluspa crushed candy cane jólailmur, fæst hjá Póley. // Flottur jólahringur á hurðina eða í glugga, fæst hjá Póley. // Rauður jólasokkur frá Ferm Living, fæst hjá Epal. // Gyllt glimmerstjarna, fæst hjá Snúrunni. // Winter Stories, íkorni, fæst hjá Snúrunni. // Frederik Bagger hvít og gyllt jólakúla, fæst hjá Epal. // Iittala jólakúla ársins er gordjöss, fæst hjá ibúðin. // Nordstjerne jólaskraut úr pappír, fæst hjá Snúrunni. // Veski jólaskraut, fæst hjá Purkhús. // Watt & Weke gyllt stjarna, fæst hjá Dimm.

Eigið góða helgi,

EINSTAKAR & FLUFFY ULLARMOTTUR SEM SEGJA VÁ!

Skrifa Innlegg