Sænska hönnunartímaritið Elle Decoration veitti í byrjun mánaðarins hönnunarverðlaun ársins í ýmsum flokkum eins og hönnuður ársins, ljós ársins en það sem vakti athygli mína var baðherbergi ársins. Þetta er jú ein óvenjulegasta baðherbergishönnun sem ég hef séð. Baðberbergið var hannað af Roger Persson fyrir Svedbergs og ber það heitið Front.
Einstaklega skemmtilega útfært baðherbergi, en augljóslega ekki fyrir alla. Þú þarft jú að kunna að meta það að raða og þurrka af reglulega:)
Ég væri alveg til í að fá að spreyta mig á að raða inní svona baðherbergi, það er eflaust bara nokkuð skemmtilegt. Ég sé samt fyrir mér að það gæti mjög fljótlega farið allt í drasl á svona hinu hefðbundna heimili og litlar hendur eflaust fljótar að týna allt út á gólf. Skemmtileg hönnun en ég leyfi mér að efast um praktíkina:)
Hvernig finnst ykkur þetta baðherbergi?
Skrifa Innlegg