fbpx

ELDHÚSIÐ MITT // FYRIR & EFTIR

PersónulegtSamstarf

Þá er loksins komið að því að sýna ykkur myndir af draumaeldhúsinu mínu sem hefur aldeilis tekið breytingum en það hefur verið draumur síðan við fluttum inn að skipta um borðplötu og blöndunartæki í eldhúsinu. Eins og allt sem við höfum gert fyrir heimilið & húsið þá er vel forgangsraðað og ráðist í eitt verkefni í einu. Núna kom þó loksins að því eftir ýmsar framkvæmdir að eldhúsið komst að á listanum langa. Ég hóf gott samstarf við Granítsmiðjuna varðandi val á borðplötu og valdi að lokum Mistery White kvartsstein, gullfallegur hvítur steinn sem þolir mikið og þarf ekki að halda of mikið við. Í anda draumaeldhússins sem ég hafði í huga valdi ég hvítan vask og gyllt blöndunartæki sem höfðu verið lengi á óskalistanum.

Ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna og er alsæl með samstarf mitt við Granítsmiðjuna sem var eins og draumur að vinna með. Næst á dagskrá er að smíða eldhúsbekk í borðkrókinn, hengja upp einhverjar myndir og líklega eina hillu – hlakka mikið til að sýna ykkur ennþá meira.

Hér að neðan má sjá myndir af eldhúsinu fyrir breytinguna, eins og sjá má þá var borðplatan orðin lúin og frágangur lélegur, en allar innréttingar og tæki fylgdu húsinu og var allt saman Ikea.

Hér að neðan má sjá nokkrar framkvæmdarmyndir. Við (lesist Andrés) tókum niður flísarnar á veggnum og þurftum því að sparsla vegginn og mála að nýju. Liturinn er Svönubleikur sem er frá Sérefni – minn uppáhalds litur.

Ég nýtti líka útsölurnar nýlega og keypti span helluborð en það sem var fyrir var gashelluborð sem hentaði okkur illa og vá hvað það er mikill munur að þrífa allt eldhúsið í dag með niðurfelldu helluborði og undirlímdum vaski.

Og þá er það lokaútkoman sem við erum bálskotin í !

Þessi ljósi kvartssteinn, Mistery White er fullkominn við bleika eldhúsið mitt. Það kom mér líka á óvart hversu fljótir þeir frá Granítsmiðjunni voru en ég hafði haldið að þetta væri nokkra vikna verk. Ég gæti ekki mælt meira með Granítsmiðjunni og er alsæl með okkar samstarf. Fyrir áhugasama í borðplötupælingum þá mæli ég með að heyra í þeim varðandi tilboð – sjá betur hér. 

Takk fyrir lesturinn ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

LITRÍKUR PASTELHEIMUR HJÁ MONTANA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    25. April 2020

    Óvá Svana – svo fallegt!

  2. Hildur Rut

    25. April 2020

    VÁ! Ekkert smá fallegt! ??

  3. Sigrún Víkings

    26. April 2020

    Eldhúsið er svo fallegt? Til hamingju með breytingarnar!

  4. Guðrún

    26. April 2020

    Ótrúlega flott. Ég er alveg ástfangin af þessu eldhúsi.

  5. Erla Stefans

    22. June 2020

    Sæl.

    Mig langaði að spyrja út í sódastremtækið.
    Hvar fæst það og hvaða tegund.
    Fallegt eldhús.

    Kveðja,
    Erla