fbpx

BLEIK HILLA Í ELDHÚSIÐ EÐA SETJA Á HANA GYLLTAN SPEGIL

EldhúsPersónulegt

Það eru ýmislegt verk í gangi á heimilinu okkar þessa stundina og ætli forstofan sé ekki það helsta, þó eru allskyns litlir hlutir á verkefna listanum í nánast öllum herbergjum heimilisins og ég er með markmið að reyna að gera eitthvað eitt lítið á hverjum degi. Í eldhúsinu er ég núna búin að setja málningarlímband á hilluna því ég ætlaði að mála hana í sama lit og vegginn – Svönubleikur (Sérefni), en er núna að íhuga að setja gylltan spegil á kantinn. Hugmyndin með gyllta spegilinn er afþví við erum að setja slíkan spegil í forstofuna og einnig smá kant með spegli límdum á til að loka forstofuinnréttingunni alla leið uppí loft. Held það gæti komið vel út svona rósagyllt við bleika eldhúsið?

Ég færði einnig Eclipse lampann (Haf store) úr stofunni og yfir í eldhúsið um daginn og það er svo miklu notalegra að stússast hér á kvöldin núna með kveikt á lampanum og helst góðu ilmkerti líka, mæli svo sannarlega mað að bæta lampa við eldhúsið!

Halló rykfallna ljós… jahérna þetta sá ég ekki þegar ég tók myndina haha.

Nokkrir af uppáhalds hlutunum mínum prýða hilluna. Ultima Thule Iittala glös í nokkrum gerðum, Royal Copenhagen thermo bollar (Epal), viðarbrettin og koparskálin eru öll Iittala og stóri vasinn er Pallo frá Haf store. Borðplatan er Kvarts frá Granítsmiðjunni og ljósin eru frá Lumex.

Þessar gordjöss apótekarakrukkur fann ég í Seimei – það var mjög mikið úrval í allskyns stærðum og gerðum. Í dag eru hafrar í minni krukkunni. Mér finnst svona krukkur svo sjarmerandi og var lengi búið að dreyma um að eignast mínar.

Glöggir taka eftir að á hillunni er límband… þið vitið núna afhverju!

Hlakka til að sýna ykkur framhaldið í eldhúsinu, er einnig að bíða eftir glerskápum í String hillustæðuna mína sem er í eldhúsinu, á vegg hægra megin þegar horft er á fyrstu myndina. Ég hef einni fengið nokkrar spurningar hvar ég geymi ísskápinn okkar, en hann er einnig til hægri við eldhúskrókinn hjá háum innréttingum.

Þá er aðalspurningin hvort ég geri hilluna bleika eða lími á speglakant?

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu 

NOTALEG STUND // JÓLATÍMARITIN DREGIN FRAM OG SÚKKULAÐIHÚÐUÐ JARÐABER

Skrifa Innlegg