fbpx

BLÁTT SVEFNHERBERGI

Heimili

Þetta er að vísu ekki mitt bláa svefnherbergi en ég mun birta myndir af því um leið og ég er búin að klára að græja það! Þetta bláa svefnherbergi er hinsvegar gordjöss ef svo má segja. Ekki svo langt frá litnum sem ég valdi á mitt herbergi nema mögulega aðeins ljósari. Z1 ljósið ásamt Eos fjaðraljósinu eru alveg dásemdin ein og ég hefði ekkert á móti þeim báðum hingað heim til mín, þá fjaðraljósið inn í svefnherbergið og Z1 í stofuna sem er öfugt við innlitið hér að neðan. Kíkjum í heimsókn…

bjurfors1 bjurfors2 bjurfors3 bjurfors4

Eldhúsið er æðislegt og skemmtilegt stólamixið sem og háu listarnir á veggnum sem gefa rýminu svo notarlegt yfirbragð. Það er eitthvað við það að hafa eldhúsbekk og kemur vel út að leggja á hann gæru, svo “effortless” og flott lúkk.

bjurfors5

Ég elska veifur í barnaherbergjum, þessar eru mjög látlausar en það er einnig hægt að bæta við veifum sem keyra upp stuðið í allskyns litum! Ég keypti nýlega hvítar veifur í herbergið hans Bjarts á breska Amazon, sjá hér. Ég keypti bara eina en held ég muni panta aðra til viðbótar því þær eru heldur stuttar. (ath þessi seljandi sendir ekki til Íslands).

bjurfors6

Svo aðeins meira frá fallega svefnherberginu…

bjurfors8

Via My Scandinavian Home

 Æðislegt innlit og fær fullt hús stiga, hvernig lýst ykkur á?

skrift2

Í HVERJU Á BARNIÐ AÐ VERA?

Skrifa Innlegg