fbpx

Í HVERJU Á BARNIÐ AÐ VERA?

Persónulegt

Ég er algjörlega óhæf um að skrifa um allt annað í kvöld, í hverju á barnið að vera? Ég er búin að vera með þessa pælingu á heilanum í allan dag en allt í einu stóð ég frammi fyrir því að listinn af hlutum sem ég þarf að kaupa á son minn er orðinn ansi langur. Úlpa, snjógalli, kuldaskór, inniskór, vetrarlúffur, flísföt, ullarföt og ég veit varla hvert listinn nær eftir að hafa lesið umræður um hvaða vetrarföt börn “þurfa” að eiga. Ég er búin að liggja yfir vefsíðum í allt kvöld í leit að vetrarfötum og búin að spurja vinkonur, systir og mömmuhópinn minn um ráð og myndi gjarnan þiggja tips frá ykkur líka um hvar bestu gallana og úlpur sé að finna og hvað hefur reynst ykkur best?

5w16n102_4443 5w16n103_4453

 

Læt fylgja með myndir af fallegustu snjógöllum sem ég hef séð en þessir eru frá Molo. Eitthvað þyrfti ég þó að snúa upp á hendina á Andrési ef við ætlum að kaupa svona veglegan galla. Þessi efri sem minnir á lítinn kóp er gullfallegur og ég gæti vel hugsað mér að Bjartur ætti slíkan, þessi að neðan er síðan alveg æðislegur fyrir stelpur. Síðan er ég að skoða þessa úlpu hjá H&M finnst hún ágæt en er mest hrifin af verðinu, hef hreinlega ekki fundið úlpu sem ég kolfell fyrir.
Ég er alltaf svo hrifin af því þegar barnavörumerki framleiða líka krúttleg föt á stráka en mér finnst það því miður frekar sjaldgæft, stelpurnar fá almennt alla sætu litina en strákar eitthvað allt annað – afhverju ætli það sé? En það er bara mín skoðun:)

Ein óhefðbundin færsla í kvöld, það má stundum.

skrift2

GULLFALLEG LISTAVERK EFTIR ELVU DÖGG

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Hanna

  25. October 2016

  Stelpan mín er 6 ára og hefur verið í Molo snjógöllum frá því að hún fékk fyrst snjógalla, finnst þeir svo æðislegir. Ekki of stífir og bara rosa góðir, skemmir svo ekki fyrir hvað þeir eru fallegir! En þú talar um veglegan þá langar mér að benda þér (jú eða manninum þínum ;) ) að þeir eru á sama verði og snjógallarnir frá Ticket to heave, Polarn og Pyret, 66 norður.. allir á svipuðu verði og ég hef alltaf keypt smá stóran (ekki of stóran að sjálfsögðu) og hef geta notað hvern snjógalla í 2 vetra :)

  Ég mæli allavegana sjúklega með Molo, og svona kannski að bæta því við þá þekki ég engan sem tengist Molo og er því bara mæla með því ég hef rosa góða reynslu af þeim hjá stelpunni minni haha :)

  • Svart á Hvítu

   25. October 2016

   Takk æðislega fyrir þetta komment, mjög gott að heyra frá þeim sem hafa reynslu af.. Og jú auðvitað er það rétt hjá þér með verðið. Klárlega í dýrari kantinum ásamt hinum merkjunum en gott að heyra að hann sé þess virði:) Er nefnilega smá smeik við þessa frá t.d. H&M ef þeir slitna síðan auðveldlega.

 2. Agatha

  25. October 2016

  Ég elska Wheat gallana úr Bíumbíum, búin að eiga á bæði börnin mín. Góð gæði, snið og liprir og fallegir :)

 3. Ragga

  26. October 2016

  Hér voru alltaf keyptir POP gallar, þegar börnin urðu 2 var það bara of stór útgjaldaliður svo ég prófaði H&M. Er mjög sàtt með þá og synir mínir eiga báðir slíkan galla ☺️ Úlpur hef ég almennt keypt frá didriksson og þá á útsölu. Börnunum er hlýtt, þau eru þurr og ég svar það ég sef betur á nóttunni vitandi að kuldagallarnir sem þeir fara í á leikskólann daginn eftir (það er sko hraun þar!) kosta ekki jafn mikið og rándýra ullarkàpan mín ☺️

  • Svart á Hvítu

   26. October 2016

   Hahahah, er fegin að sjá þetta komment með H&M. Er komin með eina í málið fyrir mig sem ætlar að reyna að kaupa einn fyrir mig í H&M á morgun, þeir eru hreinlega bara á of góðu verði og úff það er of mikil útgjöld í vetrarfatnaði á heimilinu. Og jú það er líka hraun á okkar leikskóla:)