fbpx

UPPTEKIN

HÚRRA REYKJAVÍK

Upptekin er nýr myndaþáttur eftir Svanhildi Grétu, fyrir Húrra Reykjavík. Í myndaþættinum er einblínt á þau vörumerki sem eru meira “high street” en “streetwear” innan veggja verslunarinnar. Þau merki eru Libertine-Libertine, Mads Nørgaard, Maria Black, Wood Wood, Filling Pieces, Han Kjøbenhavn, Norse Projects og Common Projects.

„Í myndaþættinum er innblástur dreginn frá skandinavískri fagurfræði. Minimalisma, einföldum formum og stílhreinu umhverfi er blandað við sterka liti, ríkuleg munstur og dýr efni. Hér er klæðaburður málaður upp sem eins konar stöðutákn með aðstoð valdeflandi umhverfis og andrúmslofts sem fyrirsæturnar þrjár skila óaðfinnanlega frá sér.”

Ljósmyndir: Svanhildur Gréta/Studio Holt fyrir Húrra Reykjavík
Stílisering: Irena Sveinsdóttir & Ída Pálsdóttir
Förðun: Sara Linneth
Fyrirsætur: Guðrún Kara, Hanna Soffía og Sólveig Baldursdóttir

 

 

TRYLLTUR myndaþáttur enda miklir snillingar sem komu að honum. Ég er líka extra hrifin þar sem þessi merki eru akkúrat þau sem ég hef klæðst hvað mest á því ári sem hefur liðið síðan dömuverslunin var opnuð.

Andrea Röfn

Fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

SNEAKERS OF THE DAY

Skrifa Innlegg